Vikublað 9
Dæmi 1
Sýnið að föllin fn=1n1[0,n] stefni í jöfnum mæli á fallið f=0 á R þegar n→∞ og
∫Rfdm≠lim
Hvernig lítur þessi niðurstaða út í ljósi setningar um einhalla samleitni, setningar Fatous og setningar um yfirgnæfða samleitni?
Gerið samskonar úttekt á rununni (g_n)_{n\geq1} þar sem g_n := n\mathbf1_{[\frac1n,\frac2n]}.
Lausn. Þar sem ||f_n||_{\mathbb R} = n^{-1} liggur ljóst fyrir að f_n stefni í jöfnum mæli á 0 þegar n\rightarrow\infty. Þar sem f_n er einfallt fall fæst beint skv. skilgr. að \int_{\mathbb R}f_n dm = \frac1n([0,n])=1. Því er markgildi þessara heilda ljóslega 1. Hins vegar er heildi f ljóslega 0 á \mathbb R. Þar sem runan (f_n)_{n\geq1} er ekki vaxandi þá á reglan um einhalla samleitni ekki við. Setning Fatous gildir, enda er 0\leq 1 eins og setningin spáir fyrir um. Til þess að beita setningunni um yfirgnæfða samleitni þyrfti að vera til h sem yfirgnæfir öll f. Það þyrfti þá að vera jafn a.m.k. n^{-1} á [n-1,n] fyrir öll n>0. En þetta h er ekki í \mathcal L(\mathbb R,m) því summan af n^{-1} frá n=1 upp í \infty er ekki samleitin.
\mathbf{g_n}. Þar sem sérhver punktur x\in\mathbb R liggur alltaf að lokum (eða alltaf) utan [n^{-1},2n^{-1}] stefnir g_n á núllfallið. Hins vegar stefnir g_n ekki á núllfallið í jöfnum mæli því ||g_n||_{\mathbb R} = n. Þar sem g_n er einfalt fall fæst beint skv. skilgr. að \int_{\mathbb R}g_ndm = nm([n^{-1},2n^{-1}]) = 1. Því er markgildi þessara heilda ljóslega 1. Hins vegar er heildi g ljóslega 0 á \mathbb R. Þar sem runan (g_n)_{n\geq1} er ekki vaxandi þá á reglan um einhalla samleitni ekki við. Setning Fatous gildir, enda er 0\leq1 eins og setningin spáir fyrir um. Til þess að beita setningunni um yfirgnæfða samleitni þyrfti að vera til h sem yfirgnæfir öll f. Það þyrfti þá að vera jafn a.m.k n á [n^{-1},2n^{-1}] fyrir öll n>0. En þetta h er ekki í \mathcal L(\mathbb R,m) því summan af 1 frá n=1 upp í \infty er ekki samleitin.
Dæmi 2
Sýnið fram á að samfellt og takmarkað fall á Jordan-mælanlegu mengi í \mathbb R^d sé Riemann-heildanlegt.
VINSAMLEG ÁBENDING: Dæmið gengur út á að sanna setningu 4.3.4 í fyrirlestrunum svo þið megið ekki nota hana.
Lausn.
Dæmi 3
Látum (\Omega,\mathcal F, \mu) vera málrúm. Við segjum að fall f:\Omega\rightarrow\mathbb C sé heildanlegt ef raungildi föllin \text{Re}f og \text{Im}f eru bæði heildanleg og þá setjum við
\int_\Omega fd\mu := \int_\Omega \text{Re}fd\mu + i\int_\Omega \text{Im}fd\mu.
Sýnið að tvinngilt fall f á \Omega sé heildanlegt þá og því aðeins að fallið |f| sé heildanlegt á \Omega og sé svo þá gildi
\left|\int_\Omega fd\mu\right| \leq \int_\Omega |f|d\mu.
Lausn.
Dæmi 4
Látum f vera stak í \mathcal L^1(\mathbb R,m) og skilgreinum fall \hat f:\mathbb R\rightarrow \mathbb C með því að setja
\hat f(u):= \int_\mathbb R e^{iux}f(x)dm
Gerið grein fyrir að fallið \hat f sé samfellt í jöfnum mæli á \mathbb R.
Lausn.
Upprifjun úr línulegri algebru
Látum e_1, \dots, e_d vera venjulega grunninn fyrir \mathbb R^d. Gagntæk línuleg vörpun \mathbb R^d\rightarrow\mathbb R^d er samskeyting endanlega margra línulegra varpana sem hver um sig ákvarðast af einu eftirfarandi skilyrða:
L(e_i) = e_i ef i\neq j, og L(e_j) = ae_j þar sem a\in\mathbb R.
L(e_i) = e_i ef i\neq j, og L(e_j) = e_j + e_k.
L(e_i) = e_i ef i\not\in \{j,k\}, og L(e_j) = e_k, L(e_k)=e_j.
Dæmi 5
Látum T:\mathbb R^d\rightarrow\mathbb R^d vera línulega vörpun, sem er af einni af þeim þremur gerðum sem lýst er í upprifjuninni hér að ofan, og B vera tening í \mathbb R^d.
Geri grein fyrir að T(B) sé Lebesgue-mælanlegt mengi.
Sýnið að
m(T(B)) = |\det(T)||B|.
Ábendingar: Sannið fyrst niðurstöðuna fyrir B þegar núllpunkturinn er einn af hornpunktum B. Skoðið sérstaklega tilfellið d=2 og teiknið skýringamyndir.
Gerið grein fyrir að T sé mælanleg vörpun frá (\mathbb R^d,\mathcal M) til (\mathbb R^d,\mathcal M).
Látum T_*m tákna mynd vörpunarinnar T af Lebesgue-málinu m. Sýnið að
T_*m = \frac{1}{|\det T|}m.
Lausn.
Dæmi 6
Látum T:\mathbb R^d\rightarrow\mathbb R^d vera gagntæka línulega vörpun. Gerið grein fyrir að T sé mælanleg vörpuframt að
T_*m = \frac{1}{|\det T|}m.
Ályktið út frá því að fyrir sérhvert Lebesgue-mælanlegt mengi E í \mathbb R^d og sérhvert f úr \mathcal L^1(E,\mu) gildi
\int_E fdm = \int_{T^{-1}(E)}(f\circ T)|\det(T)| dm.
Hvað er hægt að segja um málið T_*m ef ekki er gert ráð fyrir að T sé gagntæk?
Lausn.
Dæmi 7
Látum (\Omega,\mathcal F,\mu) vera málrúm og f:\Omega\rightarrow[0,\infty] vera mælanlegt fall sem uppfyllir
0<\int_\Omega fd\mu <\infty.
Sýnið að
\begin{aligned} \lim_{n\rightarrow\infty}\int_\Omega n\log[1+(f/n)^\alpha]d\mu = \begin{cases} \infty &\text{ef } 0<\alpha<1 \\ \int_\Omega fd\mu &\text{ef } \alpha = 1 \\ 0 &\text{ef } 1<\alpha<\infty. \end{cases} \end{aligned}
Lausn.
Dæmi 8
Reiknið heildið
\int_0^1\frac{x^2-1}{\log x}dx
með því að beita setningu 16.2.3 á fallið
F(t) := \int_0^1\frac{x^t-1}{\log x}dx
Lausn.
Dæmi 9
Sérhverja tölu x\in[0,1] er hægt að rita á nákvæmlega einn veg sem tvíundabrot x=0,a_1a_2\dots samkvæmt viðteknum venjum. Sýnið að fyrir sérhvert n\geq 1 sé fallið
[0,1] \rightarrow\mathbb R, \quad x\rightarrow a_n
mælanlegt.
Lausn.