15 Heildanleg föll
15.1 Skilgreining
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og E∈F. Við segjum að fall f:Ω→R sé heildanlegt á E ef það er mælanlegt og ∫Ef+dμ<∞ og ∫Ef−dμ<∞. Þá kallast rauntalan
∫Efdμ:=∫Ef+dμ−∫Ef−dμ
heildi fallsins f yfir E m.t.t. málsins μ.
Mengi allra falla, sem eru heildanleg á E, verður táknað L(E,μ) eða bara L1 ef ekki er hætta á ruglingi.
15.2 Setning
Látum f vera mælanlegt fall á málrúmi (Ω,F,μ) og E∈F. Þá er f í L1(E,μ) þá og því aðeins að fallið |f| sé í L1(E,μ). Sé svo þá gildir einnig
|∫Efdμ|≤∫E|f|dμ.
Sönnun. Athugum að f∈L1(E,μ) ef og aðeins ef bæði föllin f+ og f− eru heildanleg.
f=f++f−|f|=f++f−
Sjáum að f∈L1(E,μ) ef og aðeins ef |f|∈L1(E,μ). Ef f∈L1(E,μ) þá er
|∫Efdμ|=|∫Ef+dμ−∫Ef−dμ|≤∫Ef+dμ+∫Ef−dμ=∫E(f++f−)dμ=∫E|f|dμ
15.2.1 Athugasemd
Ef f er mælanlegt fall á (Ω,F) og E∈F og g∈L1(E,μ) þ.a. |f|≤|g|, þá er f∈L1(E,μ) og ∫E|f|dμ≤∫E|g|dμ.
Það getur gerst með Riemann-heildi að ∫∞−∞f(x)dx er samleitið en ∫∞−∞|f(x)|dx er ekki samleitið. Svona gerist ekki með Lebesgue-heildi því fall f er heildanlegt ef og aðeins ef |f| er heildanlegt (innbyggð alsamleitni).
15.3 Setning
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og E∈F. Ef f,g∈L1(E,μ) og c∈R, þá gildir:
1. Fallið cf er í L1(E,μ) og ∫Ecfdμ=c∫Efdμ
2. Fallið f+g er í L1(E,μ) og
∫E(f+g)dμ=∫Efdμ+∫Egdμ
Sönnun.
1. Tilvikið c=0 er augljóst. Gerum ráð fyrir að c>0. Þá er (cf)+=cf+ og (cf)−=cf−. *12.3.2** segir að ef g≥0 þá ∫E(cg)dμ=c∫Egdμ. Notum þetta
∫E(cf)dμ=∫E(cf)+dμ−∫E(cf)−dμ=∫Ecf+dμ−∫Ecf−dμ=c∫Ef+dμ−c∫Ef−dμ=c(∫Ef+dμ−∫Ef−dμ)=c∫Efdμ
Gerum nú ráð fyrir c<0. Þá er (cf)+=|c|f− og (cf)−=|c|f+. Athugum að |c| = -c.
∫E(cf)dμ=∫E(cf)+dμ−∫E(cf)−dμ=∫E|c|f−dμ−∫E|c|f+dμ=c∫Ef−dμ−c∫Ef+dμ=c∫Ef+dμ−c∫Ef−dμ=c(∫Ef+dμ−∫Ef−dμ)=c∫Efdμ
2. Gefum okkur f,g∈L1(e,μ). Athugum að |f|,|g|∈L1(E,μ). Þar sem f+g er mælanlegt, |f|+|g| er heildanlegt og |f+g|≤|f|+|g| heildanlegt og því er f+g heildanlegt. Ath. Þarf ekki að gilda að (f+g)+=f++g+. Hinsvegar er f+g=(f++g+)−(f−+g−=
∫E(f+g)dμ=∫E(f++g+)dμ−∫E(f−+g−)dμ=∫Ef+dμ+∫Eg+dμ−∫Ef−dμ−∫Eg−dμ, (öll ≥0)=∫Efdμ+∫Egdμ
15.4 Setning
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og E∈F. Ef f,g∈L1(E,μ) og f≤g, þá gildir
∫Ef dμ≤∫Eg dμ
Sönnun. Höfum séð að ef 0≤f≤g og f,g∈L1(E,μ) þá er ∫Efdμ≤∫Egdμ. Höfum núna bara forsendu f≤g og f,g∈L1(E,μ). Ef f≤g þá f+≤g+ og g−≤f−, ∫f+dμ≤∫g+dμ, ∫g−dμ≤∫f−dμ.
∫Efdμ=∫Ef+dμ−∫Ef−dμ≤∫Eg+dμ−∫Eg−dμ=∫Egdμ
15.5 Setningin um yfirgnæfða samleitni
Látum (fn)n≥1 vera runu af mælanlegum föllum á málrúmi (Ω,F,μ) og gerum ráð fyrir að hún stefni n.a. á mælanlegt fall f. Ef til er fall g úr L1(Ω,μ), sem fullnægir skilyrðinu |fn|≤g fyrir öll n, þá er f∈L1(Ω,μ) og
∫Ωfdμ=lim
Sönnun. \lim_{n\rightarrow\infty}f_n(x) = f(x) næstum alls staðar. Látum E vera mælanlegt mengi með mál 0 þ.a.
\lim_{n\rightarrow\infty}f_n(x) = f(x), \quad \forall x\in \Omega\backslash E
Með því að setja f_n = f_n\pi_{\Omega\backslash E} og f=f\pi_{\Omega\backslash E} getum við gert ráð fyrir að \lim_{n\rightarrow\infty}f_n(x) = f(x). Heildin breytast ekki heldur. Athugum nú að |f_n|\leq g svo f+g\geq0.
\begin{aligned} \int_\Omega gd\mu + \int_\Omega fd\mu &= \int_\Omega(g+f)d\mu \\ &= \int_\Omega(g + \liminf f_n)d\mu \\ &\leq \liminf \int_\Omega(g+f_n)d\mu \\ &=\liminf(\int_\Omega gd\mu + \int_\Omega fd\mu) \\ &= \int_\Omega gd\mu + \liminf\int_\Omega f_nd\mu \end{aligned}
Sjáum að
\begin{aligned} \int_\Omega fd\mu &\leq \liminf \int_\Omega f_nd\mu \end{aligned}
Athugum að g - f_n\geq 0
\begin{aligned} \int_\Omega gd\mu - \int_\Omega fd\mu &= \int_\Omega (g - f)d\mu \\ &= \int_\Omega \liminf(g - f_n)d\mu \\ &\leq \liminf(\int_\Omega(g-f_n)d\mu) \\ &= \int_\Omega gd\mu + \liminf(-\int_\Omega f_nd\mu) \\ &= \int_\Omega gd\mu - \limsup\int_\Omega f_nd\mu \end{aligned}
Sjáum að
\begin{aligned} \limsup \int_\Omega f_nd\mu &\leq \int_\Omega fd\mu \\ \int_\Omega fd\mu &\leq \liminf\int_\Omega f_nd\mu \\ &\leq \limsup \int_\Omega f_nd\mu \\ &\leq \int_\Omega fd\mu \end{aligned}
Sv0
\lim_{n\rightarrow\infty}\int_\Omega f_nd\mu = \int_\Omega fd\mu
15.6 Setning
Látum f vera Lebesgue-heildanlegt fall á \mathbb R^d. Þá gildir, fyrir sérhvert n úr \mathbb N^*, að föllin g_n:=f\cdot\mathbf1_{\overline B_{(0,n)}} og h_n := \min\{f,n\} eru heildanleg og
\lim_{n\rightarrow\infty}\int_{\mathbb R^d}|f-g_n|dm = \lim_{n\rightarrow\infty}\int_{\mathbb R^d}|f-h_n|dm = 0.
Sönnun. Setjum
g(x) = \sum_{k=1}^\infty |f_k(x)| = \lim_{n\rightarrow\infty}\sum_{k=1}^n|f_k(x)|
þá er g mælanlegt, g(x) \in [0,\infty] og 0\leq g_1\leq g_2 \leq \dots og g_n\rightarrow g. Setningin um einhalla samleitni segir
\begin{aligned} \int_\Omega gd\mu &= \lim_{n\rightarrow\infty} \int_\Omega g_nd\mu \\ &= \lim\int_\Omega\sum_{k=1}^n|f_n|d\mu \\ &= \lim\sum_{k=1}^n\int_\Omega|f_k|d\mu \\ &= \sum_{k=1}^\infty\int_\Omega|f_k|d\mu \end{aligned}
því er g\in\mathcal L^1(\Omega,\mu) og E=g^{-1}(\infty) hefur mál 0. Svo
\sum_{k=1}^\infty|f_k(x)| < \infty, \quad \forall x\in\Omega\backslash E
Svo
\sum_{k=1}^\infty f_n(x) \text{ samleitin, } \quad \forall x\in\Omega\backslash E \\ f(x) = \begin{cases} \sum_{k=1}^\infty f_n(x), x\in\Omega\backslash E,\\ 0, x\in E \end{cases}
Svo
|\sum_{k=1}^\infty f_n(x)| \leq g(x), \quad \forall x\in\Omega \\ \lim_{n\rightarrow\infty}\sum_{k=1}^\infty f_n(x) = f(x) \text{, fyrir næstum öll }x
Svo f\in\mathcal L^1(\Omega,\mu) og
\int_\Omega fd\mu = \int_\Omega (\lim h_n)d\mu = \lim\int_\Omega h_nd\mu = \lim\int_\Omega \sum_{k=1}^n f_nd\mu = \lim\sum_{k=1}^n\int_\Omega f_nd\mu = \sum_{k=1}^\infty\int_\Omega f_kd\mu
15.7 Setning [Beppo Levi]
Látum (f_k)_{k\geq 1} vera runu af mælanlegum föllum á málrúmi (\Omega,\mathcal F,\mu) og gerum ráð fyrir að
\sum_{k=1}^\infty\int_\Omega |f_k|d\mu < \infty.
Þá er röðin \sum_{k=1}^\infty f_k samleitin næstum alls staðar að heildanlegu falli f á \Omega og ennfremur gildir
\int_\Omega fd\mu = \sum_{k=1}^\infty \int_\Omega f_kd\mu
Sönnun.