12 Mælanleg föll

12.1 Málvenja

Látum (Ω,F,μ) vera málrúm. Sagt er að tiltekin fullyrðing um punktana í Ω sé rétt næstum alls staðar (oft skammstafað n.a.) ef til er NF sem hefur þá eiginleika að μ(N)=0 og fullyrðingin er rétt varðandi alla punkta úr ΩN.


12.2 Skilgreining

Látum (Ω,F) vera mælanlegt rúm. Fall f:ΩR er sagt F-mælanlegt (eða bara mælanlegt ef ekki er hætta á ruglingi) ef um sérhvert bil I í R gildir að f1(I) sé mælanlegt.

Í því tilfelli þegar Ω er Lebesgue-mælanlegt mengi í Rd og F=M, þá segjum við að slík föll séu Lebesgue-mælanleg og í tilfellinu þegar Ω er Borel-mengi í R og F=B segjum við að slík föll séu Borel-mælanleg eða Borel-föll.


12.3 Setning

Látum (Ω,F) vera mælanlegt rúm og f:ΩR. Þá eru eftirfarandi skilyrði jafngild.

  1. Fallið f er mælanlegt.

  2. Mengið f1((a,)) er mælanlegt fyrir sérhvert a úr R{}.

  3. Mengið f1([a,)) er mælanlegt fyrir sérhvert a úr R

  4. Mengið f1((,a)) er mælanlegt fyrir sérhvert a úr R{}.

  5. Mengið f1((,a]) er mælanlegt fyrir sérhvert a úr R.


Sönnun.


12.4 Setning

Látum f og g vera mælanleg föll á mælanlegu rúmi (Ω,F) og F:R×RR vera samfellt fall. Þá er fallið

h:ΩR,xF(f(x),g(x))

mælanlegt.


Sönnun.


12.5 Athugasemd

Fyrir raungilt fall á mengi X skilgreinum við föll f+ og f á X með því að setja

f+(x):=max


12.6 Setning

Látum f og g vera mælanleg föll á mælanlegu rúmi (\Omega, \mathcal F) og c vera rauntölu. Þá eru föllin

cf, \quad f^2, \quad f + g, \quad fg, \quad |f|, \quad f^+, \quad f^-

öll mælanleg.


Sönnun.


12.7 Setning

Látum (f_n)_{n\geq1} vera runu af mælanlegum föllum á mælanlegu rúmi (\Omega, \mathcal F) og k vera náttúrulega tölu. Þá eru föllin

\max_{n\leq k}f_n, \quad \min_{n\leq k}f_n, \quad \sup_n f_n, \quad \inf_n f_n, \quad \limsup_{n\rightarrow\infty}f_n, \quad \liminf_{n\rightarrow\infty}f_n

öll mælanleg.


Sönnun.


12.8 Setning

Látum (f_n)_{n\geq1} vera runu af mælanlegum föllum á mælanlegu rúmi (\Omega, \mathcal F) og k vera náttúrulega tölu. Þá eru föllin

\max_{n\leq k}f_n, \quad \min_{n\leq k}f_n, \quad \sup_n f_n, \quad \inf_n f_n, \quad \limsup_{n\rightarrow\infty}f_n, \quad \liminf_{n\rightarrow \infty}f_n

öll mælanleg.


Sönnun.


12.9 Setning

Látum (f_n)_{n\geq1} vera runu af mælanlegum föllum á mælanlegu rúmi (\Omega, \mathcal F) og gerum ráð fyrir að runan stefni á fall f (í hverjum punkti). Þá er fallið f mælanlegt.


Sönnun.


12.10 Setning

Látum f og g vera föll á fullkomnu málrúmi (\Omega, \mathcal F, \mu), sem eru eins næstum alls staðar. Ef annað fallanna er mælanlegt, þá er hitt það líka.


Sönnun.


12.11 Setning

Látum (f_n)_{n\geq1} vera runu af mælanlegum föllum á fullkomnu málrúmi (\Omega, \mathcal F, \mu) og f vera fall á \Omega sem hefur þann eiginleika að \lim_{n\rightarrow\infty} f_n(x) = f(x) næstum alls staðar. Þá er f mælanlegt fall.


Sönnun.


12.12 Skilgreining

Látum (\Omega, \mathcal F) vera mælanlegt rúm. Fall f: \Omega \rightarrow \overline{\mathbb R} er sagt \mathcal F-mælanlegt ef um allar rauntölur a gildir að mengið f^{-1}((a,\infty]) er í \mathcal F.


12.13 Setning

Látum (\Omega, \mathcal F) vera mælanlegt rúm. Fall f: \Omega \rightarrow \overline{\mathbb R} er mælanlegt ef og aðeins ef mengin f^{-1}(\infty) og f^{-1}(-\infty) eru bæði mælanleg og fallið f_1: \Omega\rightarrow\mathbb R, sem skilgreint er með því að setja

\begin{aligned} f_1(x) = \begin{cases} f(x), \quad &x\in f^{-1}(-\infty, \infty) \\ 0, \quad &x\in f^{-1}(\{-\infty, \infty\}), \end{cases} \end{aligned}

er mælanlegt.


Sönnun.


12.14 Skilgreining

Látum (\Omega, \mathcal F, \mu) vera málrúm og f: \Omega \rightarrow \overline{\mathbb R} vera mælanlegt fall. Stærðin

\text{ess}\sup f := \inf\{t\in\overline{\mathbb R} | f\leq t \quad \text{næstum alls staðar}\}

kallast raunverulegt efra mark fallsins f og talan

\text{ess}\inf f := \inf\{t\in\overline{\mathbb R} | f\geq t \quad \text{næstum alls staðar}\}

kallast raunverulegt neðra mark fallsins f.


12.15 Setning

Látum (\Omega, \mathcal F, \mu) vera málrúm og f,g:\Omega\rightarrow\overline{\mathbb R} vera mælanleg föll.

(i) Ef f og g taka gildi sín í (-\infty, \infty], þá gildir

\text{ess}\sup(f+g) \leq \text{ess}\sup f + \text{ess}\sup g.

(ii) Ef f og g taka gildi sín í [-\infty, \infty), þá gildir

\text{ess}\inf f + \text{ess}\inf g \leq \text{ess}\inf(f+g).


Sönnun.