7 Lebesgue-utanmálið

Fyrir hlutmengi A í Rd látum við ZA tákna mengi allra stærða af gerðinni n=1|Bn|¯R) þar sem (Bn)n1 er runa af d-kössum sem þekja A, þ.e.a.s. An1Bn.


7.1 Skilgreining

Látum A vera hlutmengi í Rd. Þá kallast talan

m(A):=inf

Lebesgue-utanmál mengisins A.


7.2 Setning

Lebesgue-utanmálið hefur eftirfarandi eiginleika

  1. m^*(\emptyset) = 0.

  2. Ef E\subseteq F \subseteq \mathbb R^d, þá er m^*(E) \leq m^*(F).

  3. Um sérhverja runu (E_n)_{n\geq1} af hlutmengjum í \mathbb R^d gildir

m^*(\bigcup_{n\geq 1}E_n) \leq \sum_{n=1}^\infty m^*(E_n).

  1. Ytra mál hlutmengis í \mathbb R^d breytist ekki við hliðrun, m.ö.o. gildir um öll hlutmengi E í \mathbb R^d og öll v úr \mathbb R^d

m^*(E + v) = m^*(E).


Sönnun.

  1. Augljóst þegar við tökum eftir því að sérhver þakning á F er þakning á E.

  2. Gerum ráð fyrir að m_*(E_j) < \infty fyrir öll j, því annars er niðurstaðan augljós. Fyrir sérhvert \varepsilon > 0 gefur skilgreiningin á Lebesgue-utanmálinu okkur fyrir hvert j þakningu E_j\subset \bigcup_{k=1}^\infty Q_{k,j} með lokuðum kössum þannig að

\sum_{k=1}^\infty |Q_{k,j}| \leq m_*(E_j) + \frac{\varepsilon}{2^j}.

Þá er E\subset\bigcup_{j,k=1}^\infty Q_{k,j} þakning á E með lokuðum kössum og því

\begin{aligned} m_*(E) \leq \sum_{j,k}|Q_{k,j}| &= \sum_{j=1}^\infty\sum_{k=1}^\infty |Q_{k,j}| \\ &\leq \sum_{j=1}^\infty (m_*(E_j) + \frac{\varepsilon}{2^j} \\ &= \sum_{j=1}^\infty m_*(E) + \varepsilon. \end{aligned}

Þar sem ofangreint stens fyrir sérhvert \varepsilon > 0 er staðhæfingin sönnuð.


7.2.1 Setning

Látum E og F vera hlutmengi í \mathbb R^d, sem uppfylla d(E, F) > 0. Þá gildir

m^*(E\cup F) = m^*(E) + m^*(F).


7.3 Setning

Látum E vera kassastæðu í \mathbb R^d. Þá er Lebesgue-utanmálið á E jafn Jordan-málinu á E, með öðrum orðum m^*(E) = m(E).


Látum (B_i)_{i\in I} vera fjölskyldu af d-kössum, Við segjum að kassarnir í fjölskyldunni séu næstum innbyrðis sundurlægir ef \text{int}(B_i)\cap\text{int}(B_j) = \emptyset þegar i \neq j.


7.4 Setning

Látum (B_n)_{n\in\mathbb N} vera runu af næstum innbyrðis sundurlægum d-kössum. Þá gildir

m^*(\bigcup_{n=0}^\infty B_n) = \sum_{n=0}^\infty|B_n|.


7.5 Setning

Sérhvert opið mengi í \mathbb R^d er unnt að skrifa sem sammengi af teljanlega mörgum næstum innbyrðis sundurlægum kössum.


7.6 Setning

Látum E vera hlutmengi í \mathbb R^d og \mathcal U vera mengi allra stærða af gerðinni m^*(U) í \overline{\mathbb R} þar sem U er opið mengi í \mathbb R^d, sem inniheldur E. Þá gildir

m^*(E) = \inf(\mathcal U)