1 Örlítil mengjafræði
Gefum okkur að til grundvallar liggi hæfilega stórt almengi.
1.1 Skilgreining
Fjölskylda af hlutmengjum í mengi M er vörpun
a:I→P(M).
Við notum yfirleitt tákn af greðinni Ai til þess að tákna gildi vörpunarinnar a í i og vörpunina a táknum við þá (Ai)i∈I.
Við köllum I stikamengi fjölskyldunnar.
Mengið
⋂i∈IAi:={x∈M|x∈Ai fyrir öll i∈I}
kallast sniðmengi fjölskyldunnar.
Mengið
⋃i∈IAi:={x∈M|x∈Ai fyrir eitthvert i∈I}
kallast sammengi fjölskyldunnar.
Fyrir hlutmengi A í M setjum við
Ac:=M∖A:={x∈M|x∉A}
og köllum fyllimengi A (í M).
Ef B er líka hlutmengi í M, þá setjum við
B∖A:={x∈B|x∉A}=B∪Ac
og hlutmengið
AΔB:=(A∖B)∪(B∖A)
köllum við samhverfan mismun hlutmengjanna A og B.
Um sérhverja fjölskyldu (Ai)i∈I í mengi M gilda reglur de Morgans
(⋃i∈IAi)c=⋂i∈IAci(⋂i∈IAi)c=⋃i∈IAci
Kennifall hlutmengis A í M er táknað 1A:M→R og skilgreint með því að setja 1A(x):=1 ef x∈A og 1A(x)=0 ef x∉A.
Fyrir hlutmengi A og B í M gilda reglurnar
1A∩B=1A1B
1A∪B=1A+1B−1A1B
1Ac=1−1A