Vikublað 6
Dæmi 1
Látum (Ω,G,μc) vera fullkomnun málrúmsins (Ω,F,μ). Látum G′ vera σ-algebru á Ω og μ′:G′→[0,∞] vera mál, sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Málrúmið (Ω,G′,μ′) er fullkomið.
F⊆G′ og μ′(E)=μ(E) fyrir öll E úr F.
Sýnið að σ-algebran G sé innihaldin í G′ og μ′(E)=μc(E) fyrir öll E úr G.
Lausn.
Dæmi 2
Látum F vera σ-algebru á Rd, sem fullnægir eftirtöldum tveimur skilyrðum:
Öll opin mengi í Rd eru í F.
Einskorðun Lebesgue-utanmálsins m∗ við F er mál.
Sýnið að öll mengin í F séu Lebesgue-mælanleg.
Lausn.
Dæmi 3
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og A∈F. Setjum
FA:={A∩E|E∈F}
og látum μA:FA→[0,∞] vera einskorðun málsins μ.
(a) Er FA σ-algebra á Ω?
Ef A≠Ω þá er Ω∉FA og þá er FA ekki σ-algebra á Ω.
(b) Er FA σ-algebra á A?
Augljóslega.
(c) Er μA mál á (A,FA)?
μA(∅)=μ(∅)=0. Ef Bm)m∈N er runa af innbyrðis sundurlægum mengjum úr FA þá gildir að μA(∪Bn)=μ(∪Bn)=∑μ=∑μA
(d) Er fallið v:F→[0,∞], E→μ(E∩A) mál á (Ω,F)?
v(ö) = mu(0 sam A) = 0
En rruna af innb sund meng í F, þá
v(UEn)=mu(A snið UEn) = mu(sam (A snið En)) = sum mu(A snið E) = sum v(En)
JÁ!
Dæmi 4
Látum A og B vera tvo óháða atburði í líkindarúmi (Ω,F,P). Sýnið að σ-algebran sem {A} framleiðir og σ-algebran sem {B} framleiðir séu óháðar.
Lausn.
Dæmi 5
Finnið dæmi um fall f á mælanlegu rúmi, sem er ekki mælanlegt, en hefur þann eiginleika ða föllin |f| og f2 eru bæði mælanleg.
Lausn.
Dæmi 6
Látum h vera samfellt raungilt fall á bili I í R og f vera mælanlegt fall á mælanlegu rúmi (Ω,F), sem varpar Ω inn í bilið I.
(a) Sýnið að samskeytingin h∘f:Ω→R sé mælanlegt fall.
(b) Sýnið að um sérhvert mælanlegt fall f á tilteknu málrúmi gildi að föllin log(|f|) og |f|r séu mælanleg fyrir öll r>0.
Lausn.
Dæmi 7
Látum f vera mælanlegt fall á mælanlegu rúmi (Ω,F) og C>0. Sýnið að afskorna fallið fC, sem skilgreint er með
fC(x):={f(x)ef|f(x)|≤CCeff(x)>C−Ceff(x)<C,
sé mælanlegt.
Skilgreining. Tvinngilt fall á málrúmi er sagt mælanlegt ef bæði raunhluti þess og þverhluti eru mælanleg föll.
Lausn.
Dæmi 8
(a) Látum f og g vera mælanleg tvinngild föll á tilteknu mælanlegu rúmi. Sýnið að föllin f+g og fg séu mælanleg.
(b) Látum (fn)n≥1 vera samleitna runu af mælanlegum tvinngildum föllum á tilteknu málrúmi. Sýnið að markgildi rununnar sé mælanlegt fall.
Lausn.
Dæmi 9
Sýnið að tvinngilt fall f á málrúmi sé mælanlegt þá og því aðeins að um öll opin mengi U í C gildi að mengið f−1(U) sé mælanlegt mengi.
Lausn.