Vikublað 3
Dæmi 1
Látum I vera óendanlegt teljanlegt mengi og (ai)i∈I vera fjölskyldu af tvinntölum.
(a) Gerið grein fyrir að summan ∑i∈Iai sé alsamleitin þá og því aðeins að til sé rauntala K, sem hefur þann eiginleika að
∑i∈F|ai|≤K
fyrir sérhvert endanlegt hlutmengi F í I.
Lausn. Gerum ráð fyrir að til sé slíkt K og sýnum að summan er alsamleitin. Þar sem að I er teljanlega óendanlegt er til gagntækt fall σ:N→I. Þá fæst fyrir sérhvert n∈N að
n∑k=0|aσ(k)|≤K.
Samkvæmt forsendu er markgildið n→∞ til svo hlutsummurunan hefur markgildi. Þar með er runan alsamleitin.
Gerum nú ráð fyrir að summan sé alsamleitin og sýnum að til sé slíkt K. Aftur er til gagntækt fall σ:N→I. Þar sem runan er alsamleitin setjum við
K:=∞∑k=0|aσ(k)|.
Þar sem σ er gagntæk er þá
∑i∈F|ai|=K−∑i∈I∖F|ai|≤K
(b) Gerum ráð fyrir að summan ∑i∈Iai sé alsamleitin og setjum A:=∑i∈Iai. Sýnið að fyrir sérhvert ε>0 sé til endanlegt hlutmengi F í I, sem hefur þann eiginleika að
|∑i∈Jaj−A|<ε
fyrir sérhvert endanlegt hlutmengi F í I.
Lausn. Eins og í fyrri til er til gagntækt fall σ:N→I. Þar sem röðin er alsamleitin er hún sér í lagi skilorðslaust samleitin þannig að ∑i∈Iai=∑k∈Naσ(k) fyrir öll skík σ. Þá er til n∈N þannig að
|A−N∑k=0aσ(k)|<ε
fyrir öll N≥n. En þá er einmitt σ({1,…,n}) slíkt hlutmengi.
Dæmi 2
Látum E og F vera Jordan-mælanleg hlutmengi hlutmengi í Rd. Gerið grein fyrir að EΔF sé líka Jordan-mælanlegt.
Dæmi 3
Látum E vera takmarkað mengi í Rd og látum samkvæmt venju ¯E tákna lokun þess og int(E) tákna innmengi þess.
(a) Gerið grein fyrir að mengin ¯E og E hafi sama Jordan-utanmál.
(b) Gerið grein fyrir að mengin int(E) og E hafi sama Jordan-innanmál.
(c) Ályktið út frá (a) og (b) að E sé mælanlegt þá og því aðeins að jaðar þess, ∂E, hafi Jordan-utanmál núll.
(d) Finnið dæmi um takmarkað hlutmengi í Rd sem er ekki Jordan-mælanlegt.
Dæmi 4
Gerið fyrst grein fyrir að til séu runur (an)n≥1 og (bn)n≥1 í lokaða bilinu [0,1], sem uppfylla skilyrðin
Q∩(0,1)⊆⋃n≥1(an,bn)og∑n≥1(bn−an)<1
og setjið svo U:=⋃n≥1(an,bn). Sannið síðan eftirfarandi fullyrðingar.
(a) Mengið [0,1]∖U er jaðar mengisins U (í R).
(b) Mengið U er ekki Jordan-mælanlegt.
Dæmi 5
Látum C vera takmarkað hlutmengi í Rd. Gerið grein fyrir að kennifallið 1C sé Riemann-heildanlegt þá og því aðeins að mengið C sé Jordan-mælanlegt.
Dæmi 6
Látum f vera fall á d-kassa R og R=B1∪⋯∪Bk vera skiptingu. Sýnið fram á að fallið f sé Riemann-heildanlegt þá og því aðeins að einskorðun f við Bi sé Riemann-heildanleg fyrir öll i úr {1,…,k}. Sýnið ennfremur fram á að í því tilfelli gildi
∫Rf=k∑i=1∫Bifi
þar sem fi táknar einskorðun fallsins f við Bi.
Dæmi 7
Látum C vera takmarkað hlutmengi í Rd, f og g vera Riemann-heildanleg föll á C og a vera rauntölu. Sannið eftirfarandi fullyrðingar:
(a) Fallið af+g er heildanlegt og ∫C(af+g)=a∫Cf+∫Cg.
(b) Fallið fg er heildanlegt.