8 Lebesgue-mælanleg mengi og Lebesgue-málið

8.1 Skilgreining

Látum E vera hlutmengi í Rd.

(i) Við segjum að E sé Lebesgue-mælanlegt ef, fyrir sérhvert ε>0, er til opið mengi U í Rd sem uppfyllir skilyrðin

EUogm(UE)ε

(ii) Ef E er Lebesgue-mælanlegt, þá segjum við að stærðin m(E):=m(E)¯R) sé Lebesgue-mál mengisins E.


8.2 Setning

Sérhvert Jordan-mælanlegt mengi í Rd er Lebesgue-mælanlegt og Jordan-mál þess er jafnt Lebesgue-máli þess.


8.3 Setning

(i) Öll opin mengi í Rd eru Lebesgue-mælanleg.

(ii) Öll mengi í Rd, sem hafa Lebesgue-utanmál núll, eru Lebesgue-mælanleg.

(iii) Ef (En)n1 er runa af Lebesgue-mælanlegum mengjum í Rd, þá er sammengið n=1En einnig Lebesgue-mælanlegt.

(iv) Fyllimengi sérhvers Lebesgue-mælanlegs mengis í Rd er Lebesgue-mælanlegt.

(v) Ef (En)n1 er runa af Lebesgue-mælanlegum mengjum í Rd, þá er sniðmengið n=1En einnig Lebesgue-mælanlegt.

8.4 Setning

Látum (En)n1 vera runu af innbyrðis sundurlægum Lebesgue-mælanlegum mengjum í Rd. Þá gildir

m(n=1En)=n=1m(En).