Vikublað 7
Dæmi 1
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og f,g:Ω→¯R vera mælanleg föll.
(a) Ef f og g taka gildi sín í (−∞,∞], þá gildir
esssup
(b) Ef f og g taka gildi sín í [-\infty, \infty), þá gildir
\text{ess}\inf f + \text{ess}\inf g \leq \text{ess} \inf(f + g)
Ritháttur. Látum \Omega vera mengi og \mathcal F vera safn hlutmengja í \Omega. Þá la´tum við \mathcal F^\sigma tákna \sigma-algebruna sem \mathcal F framleiðir.
Ef \Omega' er annað mengi, f:\Omega \rightarrow \Omega' er vörpun og \mathcal G er safn hlutmengja í \Omega', þá setjum við
f^{-1}(\mathcal G) := \{f^{-1}(E) | E \in \mathcal G\}.
Dæmi 2
Látum f: \Omega_1 \rightarrow \Omega_2 vera vörpun milli tveggja mengja. Sannið eftirfarandi fullyrðingar:
(a) Ef \mathcal G er \sigma-algebra á \Omega_2, þá er f^{-1}(\mathcal G) \sigma-algebra á \Omega_1.
Þar sem að f^{-1}(\emptyset) = \emptyset er \emptyset\in f^{-1}(\mathcal G).
Ef E \in f^{-1}(\mathcal G) þá er til U \in \mathcal G þ.a. f^{-1}(U) = E. Þar sem \mathcal G er \sigma-algebra er þá U^c\in \mathcal G, svo við fáum f^{-1}(U^c) = E^c svo E^c \in f^{-1}(\mathcal G).
Tökum þá loks runu (E_n)_{n\geq1} af mengjum í f^{-1}(\mathcal G). Þá er til samsvarandi runa (U_n)_{n\geq1} í \mathcal G þ.a. f^{-1}(U_n) = E_n fyrir öll n. Tökum eftir því að \mathcal G er \sigma-algebra og því er \bigcup_{n=1}^\infty U_n \in \mathcal G. Þar sem frummynd falls dreifist yfir sammengi fáum við að f^{-1}(\bigcup_{n=1}^\infty U_n) = \bigcup_{n=1}^\infty E_n svo \bigcup_{n=1}^\infty E_n \in f^{-1}(\mathcal G).
Ofantalin atriði sýna að f^{-1}(\mathcal G) sé \sigma-algebra.
(b) Ef \mathcal F er \sigma-algebra á \Omega_1 þá er \mathcal G := \{E\subseteq \Omega_2 | f^{-1}(E)\in \mathcal F\} \sigma-algebra á \Omega_2
Þar sem frummynd \emptyset er ávallt \emptyset og \emptyset\in\mathcal F fæst að \emptyset \in \mathcal G.
Ef E \in \mathcal G þá er tilsamsvarandi U\in \mathcal F þ.a. f^{-1}(U) = E. Þar sem \mathcal F er \sigma-algebra er U^c\in\mathcal F og því f^{-1}(U^c) = E^c \in \mathcal G.
Tökum runu (E_n)_{n\geq1} af mengjum í \mathcal G. Til er samsvarandi runa (U_n)_{n\geq1} af mengjum í \mathcal F þ.a. f^{-1}(U_n) = E_n fyrir öll n. Þar sem \mathcal F sé \sigma-algebra gildir \bigcup_{n=1}^\infty U_n \in \mathcal F og þar sem frummynd dreifist yfir sammengi sjáum við að f^{-1}(\bigcup_{n=1}^\infty U_n) = \bigcup_{n=1}^\infty E_n svo \bigcup_{n=1}^\infty\in\mathcal G.
Ofantalin atriði séna að \mathcal G sé \sigma-algebra.
(c) Ef \mathcal G er safn af hlutmengjum í \Omega_2, þá er (f^{-1}(\mathcal G))^\sigma = f^{-1}(\mathcal G^\sigma)
Samkvæmt (a) er f^{-1}(\mathcal G^\sigma) \sigma-algebra sem inniheldur nauðsynlega f^{-1}(\mathcal G). því fæst að (f^{-1}(\mathcal G))^\sigma \subseteq f^{-1}(\mathcal G^\sigma), svo okkur dugir að leiða út hlutmengjamerkið í öfuga átt. Nú gefur (b) að
\mathcal H := \left\{E\subseteq \Omega_2 | f^{-1}(E)\in(f^{-1}(\mathcal G))^\sigma\right\}
sé \sigma-algebra í \Omega_2. Ef við tökum U\in\mathcal G þá er f^{-1}(U)\in f^{-1}(\mathcal G) og þá sér í lagi í (f^{-1}(\mathcal G))^\sigma. Því fæst að \mathcal G \subseteq \mathcal H, en þar sem \mathcal H er \sigma-algebra er \mathcal G^\sigma \subseteq \mathcal H. Þar sem hlutmengjavensl varðveitast yfir frummyndir er þá f^{-1}(\mathcal G^\sigma) \subseteq f^{-1}(\mathcal H) \subseteq (f^{-1}(\mathcal G))^\sigma.
Skilgreining
Látum (\Omega_1, \mathcal F) og (\Omega_2, \mathcal G) vera tvö mælanleg rúm. Við segjum að vörpun \varphi: \Omega_1 \rightarrow \Omega_2 sé mælanleg ef \varphi^{-1}(E) \in \mathcal F fyrir öll E\in\mathcal G
Dæmi 3
Látum (\Omega, \mathcal F) vera mælanlegt rúm og f vera tvinngilt fall á \Omega. Sýnið að fallið f sé mælanlegt þá og því aðeins að f sé mælanleg vörpun frá (\Omega, \mathcal F) til (\mathbb C, \mathcal B), þar sem \mathcal B táknar samkvæmt venju Borel-algebruna á \mathbb C.
Dæmi 4
Sýnið að samskeyting endanlega margra mælanlegra varpana sé mælanleg vörpun.
Dæmi 5
Látum (\Omega_1, \mathcal F) og (\Omega_2, \mathcal G) vera mælanleg rúm og \varphi: \Omega_1 \rightarrow \Omega_2 vera mælanlega vörpun. Sýnið að fyrir sérhvert mál \mu: \mathcal F \rightarrow [0, \infty] gildi að fallið
\varphi_* \mu: \mathcal G \rightarrow [0, \infty], \quad E \rightarrow \mu(\varphi^{-1}(E))
sé mál. Við segjum að það sé mynd vörpunarinnar \varphi af málinu \mu.
\varphi_*\mu(\emptyset) = \mu(\varphi^{-1}(\emptyset)) = \mu(\emptyset) = 0.
Tökum runu (E_n)_{n\geq1} af innbyrðis sundurlægum mengjum í \mathcal G. Þar sem frummynd dreifist yfir sammengi fæst
\mu\left(\varphi^{-1}\left(\bigcup_{n=1}^\infty E_n\right)\right) = \mu\left(\bigcup_{n=1}^\infty\varphi^{-1}\left( E_n\right)\right) = \sum_{n=1}^\infty\mu(\varphi^{-1}(E_n)) = \sum_{n=1}^\infty\varphi_*\mu(E_n).
Ofangreind atriði sýna að \varphi_*\mu er mál.
Dæmi 6
Látum (s_n)_{n\geq1} og f vera eins og í setningu 12.2.4 og sönnun hennar og gerum ennfremur ráð fyrir að f sé takmarkað fall. Sýnið að runan (s_n)_{n\geq1} stefni á f í jöfnum mæli á \Omega.
Lausn. Þar sem f er takmarkað er til M þ.a. ||f||<M. Gefum okkur \varepsilon > 0. Við viljum sýna að til sé N\in\mathbb N þ.a. ||f-s_n||_\Omega < \varepsilon fyrir öll n\geq N. Við erum búin að sanna að s_n \leq f fyrir öll n svo við þurfum í raun bara að sýna að f-s_N < \varepsilon. Fáum nú:
\begin{aligned} f - s_N &= f - n\mathbf 1_{f^{-1}([n,\infty])} - \sum_{i=1}^{n2^n}\frac{i-1}{2^n}\mathbf1_{f^{-1}([\frac{i-1}{2^n}, \frac{i}{2^n}])} \\ &< (||f|| - n)\mathbf 1_{f^{-1}([n,\infty])} + \sum_{i=1}^{n2^n}(\frac{i}{2^n} - \frac{i-1}{2^n})\mathbf1_{f^{-1}([\frac{i-1}{2^n}, \frac{i}{2^n}])} \\ &< (M - n)\mathbf 1_{f^{-1}([n,\infty])} - \sum_{i=1}^{n2^n}\frac{1}{2^n}\mathbf1_{f^{-1}([\frac{i-1}{2^n}, \frac{i}{2^n}])} \\ &= (M - n)\mathbf 1_{f^{-1}([n,\infty])} - \frac{1}{2^n}\mathbf1_{f^{-1}([0,n])} \end{aligned}
þar sem síðasta jafnaðarmerkið er vegna þess að summan er yfir kenniföll sundurlægra mengja. Þegar n > M fæst að \mathbf 1_{f^{-1}([n,\infty])} = 0 og ljóst er að \frac{1}{2^n}\mathbf1_{f^{-1}([0,n])}\leq1 svo við fáum að fyrir nógu stór N sé f-s_N < 2^{-N} en þá er ljóst að f-s_N < \varepsilon fyri rnógu stór N.
Dæmi 7
Látum (\Omega, \mathcal F, \mu) vera málrúm og t = \sum_{k=1}^mb_k\mathbf 1_{E_k} vera (ekki endilega staðlaða framsetningu) á einföldu falli á \Omega, þar sem E_k \in \mathcal F fyrir öll k. Sýnið að
\int_\Omega t d\mu = \sum_{k=1}^m b_k\mu(E_k)
Lausn.
Dæmi 8
Látum s og t vera einföld föll á málrúmi. Sýnið að föllin \min\{s, t\} og \max\{s, t\} séu líka einföld föll.
Lausn.
Dæmi 9
Látum f: \mathbb N \rightarrow [0, \infty]. Sýnið að fallið f sé mælanlegt á (\mathbb N, \mathcal P(\mathbb N), \mu) þar sem \mu er talningarmálið, og um öll hlutmengi E í \mathbb N gildi
\int_E f d\mu = \sum_{n\in E}f(n).
Lausn.
Dæmi 10
Bíl er ekið frá stað A til staðar B á 50 km meðalhraða, en fjarlægðin frá A til B er 25 km. Hann leggur af stað milli kl 12 og 13 (sama dag) og nemur staðar þegar hann kemur til B. Skilgreinum hendingu (slembibreytu, slembistærð) X á líkindarúminu ([0, 1], P), þar sem P táknar einskorðun Lebesgue-málsins við [0, 1], með því að setja
X(t) := \text{ Fjarlægð bílsins frá B kl 13 ef hann leggur af stað kl 12 + t}.
Finnið líkindamálið P_X, sem hendingin X ákvarðar.
Lausn.
Sjáum að X varpar [0,\frac12] í 0. Hins vegar fyir [\frac12,1] varpar X gildinu t í 25 - 50t. Því er X(t) = \max(0, 25 - 50t). Ljóst er því að frummynd 0 hafi mál \frac12, frummynd alls utan [0,1] sé tóm, og allt í ]0,1] þjappast um helming við að frummynd sé tekin. Því fæst
P_X(B) = \frac12 m(B\cap]0,1]) + \begin{cases} \frac12 \text{ ef } 0 \in B \\ 0 \text{ annars} \end{cases}