11 Líkindamál
11.1 Skilgreining
Málrúm (Ω,F,P) er kallað líkindarúm ef P(Ω)=1. Þá er sagt að P sé líkindamál.
Í líkindarúmi (Ω,F,P) eru hlutmengin í Ω, sem tilheyra F, iðulega kölluð atburðir.
11.2 Skilgreining
Látum (Ω,F,P) vera líkindarúm, A,B∈F og gerum ráð fyrir að P(B)>0. Þá kallast talan
P(A|B):=P(A∩B)P(B)
skilyrt líkindi A að uppfylltu B.
11.3 Skilgreining
Látum (Ω,F,P) vera líkindarúm. Við segjum að atburðir A og B úr F séu óháðir ef
P(A∩B)=P(A)⋅P(B).
11.4 Skilgreining
Látum (Ω,F,P) vera líkindarúm og F1 og F2 vera tvær σ-algebrur, sem báðar eru innihaldnar í F. Við segjum að F1 og F2 séu óháðar ef um öll A1∈F1 og A2∈F2 gildir
P(A1∩A2)=P(A1)⋅P(A2)