20 Lp-rúm
Í þessari grein verður gert ráð fyrir að mælanlegu föllin sem um ræðir séu tvinngild nema annað sé tekið fram.
20.1 Upprifjun
Látum V vera vigurrúm (yfir R eða C). Við segjum að raungilt fann N á V sé norm eða staðall á V, ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
- N(v)≥0 fyrir öll v úr V
- N(v)=0 þá og því aðeins að v=0
- N(cv)=|c|N(v) fyrir öll v úr V og allar tölur c
- N(u+v)≤N(u)+N(v) fyrir öll u og v úr V
Sé skilyrði 2. sleppt kallsat N hálfnorm eða hálfstaðall.
20.2 Setning
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm. Þá gerir venjuleg samlegning falla og margföldun þeirra með tölu mengið L1(Ω,μ) að C-vigurrúmi og fallið
Nμ:L1(Ω,μ)→R,f→∫Ω|f|dμ
er hálfnorm.
Skilgreinum vensl á L1(Ω,μ) með því að segja að f sé μjafngilt g, táknað f∼μg, ef f og g eru eins næstum alls staðar m.t.t. μ.
20.3 Æfing
Sýnið að ∼μ séu jafngildisvensl á L1(Ω,μ).
Setjum L1(Ω,μ):=L1(Ω,μ)∖∼μ og táknum jafngildisflokk falls f úr L1(Ω,μ) með [f].
20.4 Setning
Aðgerðirnar c[f]:=[cf] og [f]+[g]:=[f+g] eru vel skilgreindar á L1(Ω,μ) og gera L1(Ω,μ) að vigurrúmi. Jafnframt er fallið
||⋅||1:L1(Ω,μ)→R,[f]→||[f]||1:=∫Ω|f|dμ
vel skilgreint norm.
Við munum iðulega leyfa okkur að skrifa ||f||1 í stað ||[f]||1.
20.5 Uppfrifjun
Látum a og b vera úr [−∞,∞]. Raungilt fall φ á opna bilinu (a,b) er sagt kúpt ef um öll x,y∈(a,b) og öll λ∈[0,1] gildir
φ[(1−λ)x+λy]≤(1−λ)φ(x)+λφ(y).
20.6 Æfing
Látum a,b∈[−∞,∞]. Sannið eftirfarandi fullyrðingar.
- Fall φ:(a,b)→R er kúpt þá og því aðeins að um allar rauntölur s,t og u, sem uppfylla a<s<t<u<b, gildi
φ(t)−φ(s)t−s≤φ(u)−φ(t)u−t.
Diffranlegt fall á (a,b) er kúpt þá og því aðeins að afleiða þess sé vaxandi á (a,b).
Öll kúpt föll á (a,b) eru samfelld á (a,b).
Lausn.
20.7 Setning (Ójafna Jensens)
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm sem uppfyllir μ(Ω)=1, þ.e. líkindarúm. Látum a,b∈[−∞,∞] og f:Ω→(a,b) vera heildanleft fall. Þá gildir um sérhvert kúpt fall φ á (a,b) að
φ(∫Ωfdμ)≤∫Ω(φ∘f)dμ.
Sönnun.
20.8 Setning (Ójöfnur Hölders og Minkowski)
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og p og q vera tölur úr (1,∞) sem uppfylla 1p+1q=1. Um öll mælanleg föll f,g:Ω→[0,∞] gilda þá jöfnurnar:
∫Ωfgdμ≤(∫Ωfpdμ)1p(∫Ωgqdμ)1q
og
(∫Ω(f+g)pdμ)1p≤(∫Ωfpdμ)1p+(∫Ωgpdμ)1p
Fyrri ójafnan er kennd við Hölder og sú síðari við Minkowski.
Sönnun.