10 Fullkomin málrúm
10.1 Skilgreining
Málrúm (Ω,F,μ) er sagt fullkomið ef það fullnægir eftirfarandi skilyrði:
- Fyrir sérhvert A∈F þannig að μ(A)=0 gildir að öll hlutmengi B í A tilheyra F (og þar með μ(B)=0).
10.2 Setning
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og látum G vera safn allra hlutmengja E í Ω sem hafa þann eiginleika að til eru A og B úr F sem uppfylla
A⊆E⊆Bogμ(B∖A)=0.
Þá er G σ-algebra á Ω.
10.2.1 Athugasemd
Við segjum að G sé μ-fullkomnun σ-algebrunnar F.
10.3 Setning
Látum (Ω,F,μ) vera málrúm og látum G vera μ-fullkomnun σ-algebrunnar F. Þá er til nákvæmlega eitt mál
μc:G→[0,∞]
sem framlengir málið μ. Ennfremur gildir að málrúmið (Ω,G,μc) er fullkomið.
10.3.1 Athugasemd
Málið μc kallast fullkomnun málsins μ og málrúmið (Ω,G,μc) kallast fullkomnun málrúmsins (Ω,F,μ)
Látum B tákna Borel-algebruna á Rd, þ.e.a.s. σ-algebruna sem opnu mengin í Rd framleiða.
10.4 Setning
M er m-fullkomnun B.
10.5 Setning
M er stærsta σ-algebra á Rd, sem fullnægur tveimur skilyrðum:
B⊂M
Einskorðun m∗ við M er mál.