10 Fullkomin málrúm

10.1 Skilgreining

Málrúm \((\Omega, \mathcal F, \mu)\) er sagt fullkomið ef það fullnægir eftirfarandi skilyrði:

  • Fyrir sérhvert \(A \in \mathcal F\) þannig að \(\mu(A) = 0\) gildir að öll hlutmengi B í A tilheyra \(\mathcal F\) (og þar með \(\mu(B) = 0\)).

10.2 Setning

Látum \((\Omega, \mathcal F, \mu)\) vera málrúm og látum \(\mathcal G\) vera safn allra hlutmengja E í \(\Omega\) sem hafa þann eiginleika að til eru A og B úr \(\mathcal F\) sem uppfylla

\[ A \subseteq E \subseteq B \quad \text{og} \quad \mu(B\backslash A) = 0. \]

Þá er \(\mathcal G\) \(\sigma\)-algebra á \(\Omega\).


10.2.1 Athugasemd

Við segjum að \(\mathcal G\)\(\mu\)-fullkomnun \(\sigma\)-algebrunnar \(\mathcal F\).


10.3 Setning

Látum \((\Omega, \mathcal F, \mu)\) vera málrúm og látum \(\mathcal G\) vera \(\mu\)-fullkomnun \(\sigma\)-algebrunnar \(\mathcal F\). Þá er til nákvæmlega eitt mál

\[ \mu_c: \mathcal G \rightarrow [0, \infty] \]

sem framlengir málið \(\mu\). Ennfremur gildir að málrúmið \((\Omega, \mathcal G, \mu_c)\) er fullkomið.


10.3.1 Athugasemd

Málið \(\mu_c\) kallast fullkomnun málsins \(\mu\) og málrúmið \((\Omega, \mathcal G, \mu_c)\) kallast fullkomnun málrúmsins \((\Omega, \mathcal F, \mu)\)


Látum \(\mathcal B\) tákna Borel-algebruna á \(\mathbb R^d\), þ.e.a.s. \(\sigma\)-algebruna sem opnu mengin í \(\mathbb R^d\) framleiða.


10.4 Setning

\(\mathcal M\) er \(m\)-fullkomnun \(\mathcal B\).


10.5 Setning

\(\mathcal M\) er stærsta \(\sigma\)-algebra á \(\mathbb R^d\), sem fullnægur tveimur skilyrðum:

  • \(\mathcal B \subset \mathcal M\)

  • Einskorðun \(m^*\) við \(\mathcal M\) er mál.