9 Mælanleg rúm og málrúm

9.1 Skilgreining

Látum Ω vera mengi og F vera safn hlutmengja í Ω. Þá er sagt að Fσ-algebra ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

  1. ΩF.

  2. Ef EF þá EcF.

  3. Ef (En)n1 er runa af mengjum í F, þá er sammengið n=1En einnig í F.

Röðuð tvennd (Ω,F) þar sem Ω er mengi og F er σ-algebra af hlutmengjum í Ω kallast mælanlegt rúm.


9.2 Skilgreining

Látum (Ω,F) vera mælanlegt rúm. Fall μ:F[0,] kallast málF) ef það hefur eftirfarandi eiginleika:

  1. μ()=0.

  2. Ef (En)n1 er runa af innbyrðist sundurlægum mengjum úr F þá er

μ(n=1En)=n=1μ(En)

Röðuð þrennd (Ω,F,μ), þar sem (Ω,F) er mælanlegt rúm og μ er mál á F kallast málrúm.


Látum M tákna safn allra Lebesgue-mælanlegra mengja í Rd. Setning 6.2.3 segir okkur meðal annars að Mσ-algebra (á Rd) og (Rd,M) er því mælanlegt rúm.

Þar eð m()=0, þá gildir samkvæmt setningu 7.1.1 að fallið

m:M¯R,Em(E)

er mál og þar með er (Rd,M,m) málrúm. Málið m er kallað Lebesgue-málið á Rd.


9.3 Setning

Gerum ráð fyrir að (Ω,F,μ) sé málrúm.

  1. Látum A1,,An vera innbyrðis sundurlæg mengu úr F. Þá gildir

μ(A1An)=μ(A1)++μ(An)

  1. Ef A,BF og AB, þá gildir μ(A)μ(B).

  2. Látum B1B2 vera vaxandi runu í F. Þá gildir

lim

  1. Látum B_1 \supseteq B_2 \supseteq \dots vera minnkandi runu í \mathcal F og gerum ennfremur ráð fyrir að \mu(B_1) < \infty. Þá gildir

\lim_{n\rightarrow\infty}\mu(B_n) = \mu\left(\bigcap_{n=1}^\infty B_n \right).


Sönnun.