13 Slembibreytur á líkindarúmum
Mælanlegt fall á líkindarúmi er yfirleitt kallað hending, slembibreyta eða slembistærð.
13.1 Skilgreining
Látum (Ω,F,P) vera líkindarúm, X:Ω→R vera slæmbistærð og látum skv. venju B tákna Borel-algebruna á R. Þá er mengjasafnið
X−1(B):={f−1(E)|E∈B}
σ-algebra á Ω og við segjum að slembistærðin X framleiði hana. Hún verður oftast táknuð FX.
13.2 Setning
Látum X vera slembistærð á líkindarúmi (Ω,F,P). Þá er fallið
PX:B→[0,∞],B→P(X−1(B))
líkindamál á (R,B).
Við segjum að líkindamálið PX sé líkindadreifingin sem slembistærðin X ákvarðar.
13.3 Skilgreining
Við segjum að tvær slembistærðir á líkindarúmi (Ω,F,P) séu óháðar ef σ-algebrurnar sem þær framleiða eru óháðar, m.ö.o, ef um öll Borel-mengi B og C í R gildir
P(X−1(B)∩Y−1(C))=P(X−1(B))⋅P(Y−1(C))
13.4 Skilgreining
Látum (Ω,F) vera mælanlegt rúm. Fall f:Ω→[0,∞) er sagt einfalt ef það er mælanlegt og tekur aðeins endanlega mörg gildi.
Sérhvert fall t á (Ω,F) er hægt að setja fram sem
t=n∑i=1ai1Ai
þar sem Ai∈F fyrir öll i. Slík framsetning er kölluð staðlaða framsetningin á t ef ai≠aj fyrir i≠j og t−1(ai)=Ai.
13.5 Skilgreining
Látum t=∑ni=1ai1Ai vera staðlaða framsetningu einfalds falls t á málrúmi (Ω,F,μ) og E∈F. Þá kallast
∫Etdμ:=n∑i=1aiμ(Ai∩E)
heildi fallsins t yfir mengið E m.t.t. málsins μ.
13.6 Æfing
Línulegar samantektir af einföldum föllum eru einföld föll.
13.7 Setning
Látum s og t vera einföld föll á málrúmi (Ω,F,μ) og c∈[0,∞). Þá gildir um öll E∈F:
(i) ∫Ecsdμ=c∫Esdμ.
(ii) ∫E(s+t)dμ=∫Esdμ+∫Etdμ.
(iii) Ef s(x)≤t(x) fyrir öll x úr Ω, þá er
∫Esdμ≤∫Etdμ
13.8 Setning
Látum (Ω,F) vera mælanlegt rúm og f:Ω→[0,∞] vera mælanlegt fall. Þá er til runa (sn)n≥1 af einföldum föllum á Ω sem fullnægir eftirfarandi skilyrðum.
(i) 0≤s1≤s2≤⋯≤f.
(ii) lim fyrir öll x \in \Omega.
13.9 Setning
Látum t\geq 0 vera einfalt fall á málrúmi (\Omega, \mathcal F, \mu) og skilgreinum fall \lambda: \mathcal F \rightarrow [0, \infty] með því að setja
\lambda(E) := \int_E t d\mu.
Þá er \lambda mál á \mathcal F.