Kafli 9 Leiðbeiningar um lyfjanotkun
Þessar leibeiningar eru birtar án ábyrgðar. Allar lyfjagjafir eru á ábyrgð þess sem ávísar eða gefur lyf.
St: stungulyf IV: í æð PO: um munn IM: í vöðva SC: undir húð
9.1 Adrenalín 1 mg/ml
Notkun: Hjartastopp (asystola, PEA, VF, púlslaus VT), bradycardia, ofnæmisviðbrögð og bráður berkjusamdráttur. Verkun: Sympatiskur agonisti, bæði \(\alpha\) og \(\beta\) verkun. \(\alpha\) áhrif eru meira áberandi við lægri skammta og s.c. gjöf.\(\alpha\) áhrif eru mest perifert, en einnig eru áhrif á hjarta. Aukið æðaviðnám.
Frábending: Engar við hjartastopp. Ómeðhöndluð hyperthyrósa, ómeðhöndluð hypokalemia og alvarlegur kransæðasjúkdómur.
Skammtar: - Hjartastopp: 1mg IV endurtekið á 3-5mín - Bradycardia: dreypi 2-20 mcg/mín. - Ofnæmi: SC 0,2-0,5mg (1:1000 = 1 mg/ml) á 5-15mín fresti. IV skammtur 0,1 mg.
Aukaverkanir: A.m.k. 1/3 finnur fyrir aukaverkunum s. s. höfuðverk, óróleika, kvíða, skjálfta.
9.2 Noradrenalín mg/ml
Notkun: Lostástand. Blóðþrýstingshækkandi. Bætir cardiac output.
Verkun: Adrenergt lyf, kröftug \(\alpha\) verkun (vasoconstrictor) en einnig væg \(\beta\) verkun. Bætir lítillega cardiac output.
Frábending: Nota varlega í börnum og sjúklingum með lungnaháþrýsting.
Skammtar: 0,05-0,15 mikrogram/kg/mín. Títrað upp að viðunandi þrýstingi, MAP 60-75 mmHg.
Bráðatilfelli: 1 mg (1 ml) blandað í 9 ml NaCl, og 1ml af þeirri blöndu blandað í 9 ml NaCl. Gefa 1-2 ml bolus á 3-5min fresti.
Aukaverkanir: Hjartsláttartruflanir, blóðþrýstingshækkun. Eykur súrefnisþörf hjartavöðva.
9.3 Atrópín 1 mg/ml
Notkun: Bradycardia (sinus eða AV-blokk með einkennum), við intúberingu og svæfingu.
Verkun: Parasympathetic blocker. Herðir á hjartslætti með því að hindra vagus áhrif á SA-og AV hnúta. Minnkar munnvatnsframleiðslu.
Frábending: Tachycardia, annars engar í bráðatilvikum.
Skammtar: 0,01 mg/kg. - Bradycardia 0,5-1 mg IV á 3-5 mínútna fresti, að hámarki 3 mg. - Börn 0,02 mg/kg að lágmarki 0,15 mg í skammti. Hámarksskammtur 1 mg hjá barni og 2 mg hjá unglingi.
Aukaverkanir: Hjartsláttartruflanir (VF/VT) einkum hjá kransæða sjúklingum. Munnþurrkur, víð sjáöldur, óróleiki og rugl.
9.4 Adenósín 3 mg/ml
Notkun: Notað við paroxysmal SVT og öðrum grannkomplexa tachy-cardium, þó ekki A. fib eða A. flutter. Má nota til meðferðar á gleiðkomplexa tachycardiu.
Verkun: Hjartsláttaróreglulyf. Hægir á/stöðvar leiðni gegnum AV-hnút og brýtur þannig upp hringrás sem myndast við SVT.
Frábending: Ofnæmi við lyfinu. Bradycardia eða I-II° AV blokk
Skammtar: 6 mg IV gefið hratt í góða nál, olnboga/CVK og ýtt hraustlega á eftir með NaCl flush. Má endurtaka eftir 1–2 mín með 12 mg. Ekki mælt með skömmtum >12 mg. Mjög stutt verkun.
Aukaverkanir: Getur valdið „dómsdagstilfinningu“, tímabundnum óþægindum fyrir brjósti, hjartsláttaróþægindum, höfuðverk, ógleði og berkjusamdrætti.
9.5 Amíodarón
Notkun: Hjartastopp við VF/VT. Hjartsláttartruflanir, suprav. og ventricular arrythimiur og tachyarrythmiur með hjartabilun.
Verkun: Hjartsláttaróreglulyf og æðavíkkandi, slakar á sléttum vöðvum og hjartavöðva, minnkar æðaviðnám og SBÞ. ↓ viðnámi í æðum og ↓ systoliskum blóðþrýstingi (\(\beta\) og kaslímblokkari).
Frábending: Cardiogen shock, mikill sinus bradycardia, 2-3° AV blokk, ofnæmi fyrir lyfinu.
Skammtar: Við hjartastoppi. 300 mg IV í upphafi í VT/VF, síðan 150 mg eftir 15 mín. Við alvarlegar ventrcular takttruflanir gefa 300 mg í dreypi, (5 mg/kg) blanda í 100 ml 5% Glucosa og gefa á 10-60 mín.
Aukaverkanir: Lækkaður blóðþrýstingur, hjartabilun, hjart¬slátt¬ar-truflun, AV-blokk, bradycardia, ógleði/uppköst
9.6 Magnesium Addex Magnesium St. 1 mmól/ml E. 10 ml
Notkun: Meðferð krampa vegna meðgöngueitrunar (eclampsia).
Hjartastopp (VF/VT) og: - grunur um magnesíumskort - torsade de pointes ventricular tachycardia - hypokalemiu-tengdar arrythmiur.
Verkun: Magnesíumsalt, eykur þéttni Mg jóna í blóði. Hindrar losun asetýlkólíns frá taugaendum og dregur úr krampahættu með því að slaka á sléttum vöðvum í æðum.
Frábending: Leiðslutruflanir, nýrnabilun.
Skammtar: - Eclampsia: 2-4 g - sjá sérstakar leiðbeiningar - Polymorf V. Tachycardia (Torsade de pointes) eða arrest tengt hypo-kalemiu: 2 g IV á 10 mín.
Aukaverkanir: Erting á innrennslisstað, hitatilfinning, roði í andliti, andþyngsli, getur dregið úr öndun. Ógleði og uppköst, slapp¬leiki, þokusýn, tímabundin blóðþrýstingslækkun.
9.7 Diphenhydramine Benadryl St. 50 mg/ml 2 ml
Notkun: Við ofnæmi og ógleði. Gott við slæmri ferðaveiki.
Verkun: Antihistamín lyf með anticholinergiskum áhrifum. Hefur atropínlík áhrif.
Frábending: Þrönghornsgláka. prostatastækkun með einkennum, blöðru¬hálsþrengingu, virku sári eða þrengingu í maga/skeifu¬görn. Not¬ist varlega í astma, hyperthyroidisma, háþrýstingi og hjarta¬sjúk¬dóm¬um.
Skammtar: 1 mg/ kg (mest 75 mg) IV, IM eða po á 6 klst fresti í 48 klst.
Aukaverkanir: slæving, þurrkur í öndunarfærum. Lækkar blóð-þrýst¬ing. Aukin púls, rugl, titringur.
9.8 Nitroglycerin Glytrin St. 0,4 mg/úða E. 200 úðar
Notkun: Brjóstverkur, hjartabilun, hár blóðþrýstingur.
Verkun: Víkkar út æðar (bæði bláæðar og kransæðar).
Frábending: Lágur blóðþrýstingur (SBÞ < 90mmHg). Notkun Viagra® s.l. 24 klst.
Skammtar: 1 tafla / 1 úði í senn undir tungu. IV infusion skammtar eru 5-20 µ/mín í upphafi, títrað að verkun, max 200 µ/min).
Aukaverkanir: Blóðþrýstingslækkun. Höfuðverkur
9.9 Propofol Propolipid 10 mg/ml 20ml
Notkun: Svæfing, slæving, ógleðivörn.
Verkun: Binst við GABA viðtaka, innleiðir svefn, minnkar kvíða, slær á ógleði.
Frábending: Börn yngri en 2 ára.
Skammtar: Innleiðsla 2-3 mg/kg (100-150 mg fyrir 50 kg = 10-15 ml). Dreypi ca 10 mg/kg/klst en má minka er líður á. Ógleðivörn 10 mg.
Aukaverkanir: Hypotension, öndunarslæving, sviði í handlegg
##Ketamin S-Ketamin St. 5 mg/ml E. 5 ml Notkun: Svæfing (innleiðsla og viðhald), Verkjastilling og slæving, Einkum við áverka (ekki höfuð).
Verkun: Áhrif á MTK, svæfing og verkjadeyfing (í lægri skömmtum). Örvar hjarta og blóðrás (hækkar púls og blóðþrýsting).
Frábending: Höfuðáverki. Grunur um heilablæðingu eða aukinn inn-ankúpuþrýsting (ICP). Preeclampsia eða yfirvofandi eclampsia.
Skammtar: Svæfing (innleiðsla): 0,5-1 mg/kg IV eða 2-4 mg/kg IM/PR. Viðhald: ½ af innleiðslu á 10-15mín fresti. Hægt að gefa sem infusion 0,5-3 mg/kg/klst. Verkjastilling og slæving: 0,25-0,5 mg/kg IM eða 0,125-0,25 mg/kg IV á a.m.k 60sek.
Aukaverkanir: Hætta á ofskynjunum þegar sjúklingar vakna. Hækkaður blóðþrýstingur og innankúpuþrýstingur aukin hætta ef samtímis gjöf vasopressins.
9.10 Rocuronium Esmeron St. 10 mg/ml E 5 ml
Notkun: Til vöðvalömunar við barkaþræðingu.
Verkun: Ekki afskautandi vöðvalamandi lyf. Verkar eftir 60-120 sek og verkar í allt að 30mín.
Frábending: Ofnæmi fyrir lyfinu . Börn innan 1. mánaða aldurs. Skammtar: 0,6 mg/kg fyrir barkaþræðingu (30-50 mg). Til viðhalds er gefinn 1/4 af upphafsskammti á 20- 40 mín fresti eftir þörfum.
Aukaverkanir: Bráðaofnæmi, histamín losun,
9.11 Suxamethon Celocurin St. 50 mg/ml E. 2 ml
Notkun: Vöðvalamandi lyf notað til að auðvelda ísetningu barkarennu (endotracheal intubation). Bráðainnleiðsla svæfingar.
Verkun: Mjög stuttverkandi depolarizing neuromuscular blocking agent.
Frábending: Malignant hyperthermia. Ofnæmi. Gláka.
Skammtar: 1–1,5 mg/kg IV eða 2-4 mg/kg djúpt í vöðva.
Aukaverkanir: Öndunarslæving eða löng apnea geta fylgt. Hefur milliverkanir við mörg lyf. Ýmis cardiovascuar áhrif (hypotension, bradycardia, arrythmiur, tachycardia, hypertension). Aukinn þrýsting¬ur í augum.
9.12 Diazepam Stesolid St. 2 mg/ml E. 2,5 ml
Notkun: Flogakast (epilepsia) af öllum gerðum, órógleiki. Áfengisfrá-hvarf. Vöðvakrampi. Kvíði/kvíðasjúkdómur
Verkun: Benzodiazepine lyf. Hefur róandi, slævandi, vöðvaslakandi, og krampastillandi verkun.
Frábending: Engar frábendingar við status Epilepticus (flogakast).
Skammtar: 5-10 mg. Krampar: 0,2-0,4 mg/kg IV/PR bólus sem má endurtaka á 10-15 mín fresti. Max 30 mg.
Aukaverkanir: Öndunarslæving, slæving/minnkuð meðvitund, aukinn augnþrýstingur á sjúkling með þrönghornsgláku, bradycardia, hypotension, paradoxical órógleiki, Getur þurft öndunaraðstoð hverfur vanalega eftir 3-4 mín.
9.13 Leptanal St. 50 mcg/ml E 2 ml
Notkun: Verkjadeyfing við svæfingar.
Verkun: kröftugt verkjalyf með morfín líka verkun en með mun meiri öndunarslævingu. Ca 100x sterkara en morfín.
Frábending: Ef sjúklingur þolir ekki öndunarslævingu.
Skammtar: Forgjöf: 25-50 µg IV. (0,5-1 ml). Svæfing 50-100 µg = 1-2 ml (0,5-1 µg/kg) með eigin öndun. 2 µg/kg á öndunarvél.
Aukaverkanir: Öndunarslæving, öndunarstopp (meðferð Nal¬ox-on), hægur hjarstláttur, blóðþrýstingslækkun við stóra skammta.
9.14 Morphine Morfín St. 10 mg/ml E. 1 ml
Notkun: Verkjastilling, m. a. vegna blóðþurrðar í hjarta. Meðferð hjarta¬bilunar m. lungnabjúg.
Verkun: Binst við opiata viðtæki í miðtaugakerfi og minnkar verki; slæving og euphoria, ↓ BÞ en lítil áhrif á cardiac index.
Frábending: Ofnæmi. Minnkuð meðvitund eða öndunarslæv¬ing. Varlega í krón. lungnasjd. Getur lækkað krampaþröskuld.
Skammtar: Verkjastilling: 2,5-15,0 mg iv eða 2,5-20,0 mg IM/SC
Hjartabilun: 2,5-5,0 mg (0,05-0,1 mg/kg) IV.
Aukaverkanir: Slæving, öndunarslæving (skammtaháð), lækkaður BÞ, ógleði/uppköst.
9.15 Flumazenil Lanexat St. 0,1 mg/ml E. 5 ml
Notkun: Mótefni við benzodiazepin til greiningar eða meðferðar.
Verkun: Competitive GABA/benzodiazepine receptor antagonisti, mótverkar slævingu, öndunarslævingu og vöðvaslökun.
Frábending: Eitrun með þríhyrninglaga geðdeyfðarlyfjum (TCA).
Skammtar: 0,2 mg IV á 15 sek ef engin viðbrögð þá 0,3 mg IV á 30 sek, ef engin viðbrögð þá 0,5 mg IV á 30 sek þar til viðkomandi svarar meðferð eða 3 mg er náð. Má gefa í barkarennu 1 mg þynnt að 10 ml.
Aukaverkanir: Krampar í þeim sem eru útsettir (t. d. langvarandi BDZ notkun). Getur valdið arrythmium. Óróleiki, ógleði, uppköst. Hefur lítil áhrif á hjarta og æðakerfi (ólíkt Naloxone)
9.16 Naloxon Narcanti St. 0,4 mg/ml E. 1 ml
Notkun: Opíata móteitur (við eitrunum af völdum morfíns, kódeins, metadons o. s. frv.) Aðstoð við greiningu og hugsanlega meðferð við meðvitundarleysi og öndunarstoppi af óþekktum toga.
Verkun: Blokkar verkun morfíns og skyldra lyfja á miðtaugakerfið, snýr við bælandi áhrifum morfíns á öndunarstjórnstöð og stjórnstöð hjarta og æðakerfis.
Frábending: Fyrstu 3 mánuðir meðgöngu. Þekkt ofnæmi gegn lyfinu. Varlega í sjúklingum með krónískan hjartasjúkdóm.
Skammtar: Fullorðnir: 0,4-2,0 mg IV/IM/SC Má endurtaka á 2-5mín. fresti upp að 10mg (íhuga þá aðrar orsakir fyrir ástandi).
Aukaverkanir: Ógleði, uppköst, fráhvarfseinkenni
9.17 Metoprolol Seloken St. 1 mg/ml E. 5 ml
Notkun: Hjartadrep (lækkar BÞ, dregur úr arrythmium, minnkar anginu, dregur úr líkum á skyndidauða).
Verkun: Cardioselectivur \(\beta\)1-blokkari, getur þó virkað á \(\beta\)2-viðtæki í háum skömmtum. ↓ sympatiska virkni í taugakerfinu og ↓ súrefnisþörf í hjartavöðva með því að ↓ hjartsláttarhraða og samdráttarkrafti og draga þannig úr anginu og hættunni á arrythmium og skyndidauða.
Frábending: Ómeðhöndluð hjartabilun, cardiogen lost, sick sinus og II-III° AVB, bradycardia, hypotension, ofnæmi fyrir lyfinu. Asthmi/COPD. Meðganga og brjóstagjöf.
Skammtar: Brátt hjartadrepi eða hraðtakti er 5mg IV gefið hægt á 2 mín fresti þar til árangur næst, hámark 15 mg. Fylgjast vel með BÞ.
Aukaverkanir: Ógleði, uppköst, niðurgangur, bradycardia, hypo¬tens-ion, lenging á AV-leiðnitíma eða AV blokk, berkjusamdráttur (astma sjúklingar) eða öndunarerfiðleikar
9.18 Magnýl 75mg töflur og Plavix 75mg töflur.
Notkun: Hjartaverkur eða grunur um bráða kransæðastíflu (AMI)
Verkun: Hindrar samloðun blóðflagna og dregur þannig úr líkum á kransæðastíflu og eykur líkurnar á því að blóðtappi í kransæð leysist upp.
Frábending: Ofnæmi gegn salicýlötum og virkt magasár. Minnkuð meðvitund. Varúð í blæðingasjúkdómum og astma.
Skammtar: 300mg af Magnýl og 300-600mg af Plavix. Tuggið og kyngt
Aukaverkanir: Aukin blæðingatilhneiging, Nefslímubólga, mæði. Meltingartruflanir og bólgur og sár í maga eða skeifugörn. Ofnæmisviðbrögð.
9.19 Furix
Notkun: Bráð hjartabilun með lungnabjúg
Verkun: Kröftugt þvagræsilyf, hefur einnig bein útvíkkandi áhrif á bláæðar (skýrir fljóta verkun í hjartabilun)
Frábending: Ofnæmi. Lítill útskilnaður vegna hypovolemiu, varúð í sjúklingum með lifrar- eða nýrnabilun
Skammtar: Venjulegur byrjunarskammtur er 20-40mg IV og má endurtaka tvöfaldaðan ef ekki fæst svörun innan ½ klst. (40-80-160-320) velja þarf hærri skammta í nýrnabilun.
Aukaverkanir: Hypokalemia, hypovolemia, orthostatisk hypotension, ototoxicity (skaðleg áhrif á heyrn).
9.20 Tranexamic sýra Cyclocapron® 100mg/ml
Notkun: Fjöláverkasjúklingar með blæðingu eða hættu á að fá blæðingu næstu 8 tímana. Blæðing frá meltingavegi.
Verkun: Virkar gegn almennri eða staðbundinni storkusundrun.
Frábending: Merki um DIC (disseminated intravascular coagulation), blóðsegasjúkdómar eins og djúpvenubláæðasega eða lungnablóðrek. Thrombophilia eða > 3 klst liðnar frá áverka.
Skammtar: 1 g bolus ef minna en 3 klst frá áverka. 2 ampulum blandað í 100 ml NaCl og gefið á 10 mín. Gefið innan 3. tíma frá áverka. Síðan setja upp dreypi, 2 amp (1 g) í 500 ml NaCl og gefa 60 ml/klst í 8 klst.
Aukaverkanir: Niðurgangur, uppköst, ógleði. Mögulegir blóðsega-sjúkdómar en tíðni ekki þekkt.
9.21 Salbútamól Ventoline St. 2 mg/ml E. 2,5 ml
Notkun: Bráður berkjusamdráttur í astma og langvinnum lungnasjúkdómum (COPD).
Verkun: Sympatiskur agonisti með f.o.f. \(\beta\)2-adrenerga verkun sem veldur slökun á sléttum vöðvum í lungnaberkjum.
Frábending: Ofnæmi fyrir lyfinu.
Skammtar: Innúðalyf: 2-5 mg (1-2,5 ml) í friðarpípu.
Aukaverkanir: Hraður hjartsláttur, hjartsláttaróþægindi, háþrýstingur, hjartsláttartruflanir, skjálfti, spenna, óróleiki. Getur valdið hypo-kalemiu, hypoglycemiu, og hyperinsulinemiu auk lungnabjúgs.
9.22 Terbutalin Bricanyl St. 0,5 mg/ml E. 1 ml
Notkun: Bráður berkjusamdráttur í astma og langvinnum lungna-sjúkdómum (COPD). Einnig hægt að nota sem hríðarhamlandi.
Verkun: Sympatiskur agonisti með f. o. f. \(\beta\)2 adrenerga verkun sem veldur slökun á sléttum vöðvum í lungnaberkjum.
Frábending: Ofnæmi fyrir lyfinu.
Skammtar: Stungulyf: 0,25-0,5 mg sc eða 0,25 mg iv við slæmu kasti. Má gefa sem dreypi, 4ml af lyfi blanda í 16ml NaCl og gefa 1,5 ml/klst (2,5µg/mín) - 4,5ml/klst (7,5 µg/mín) við slæmum astma. Hríðarhamlandi: 3-15 ml/klst af dreypi en nú oftast notað tractocil í staðin.
Aukaverkanir: Hraður hjartsláttur, hjartsláttaróþægindi, ↑BÞ, hjartsláttartruflanir, skjálfti, spenna, óróleiki. Hypokalemia, hypoglycemia og hyperinsulinemia, Lungnabjúgur.
9.23 Hydrocortison Solu-Cortef St. 50 mg/ml E. 2ml
Notkun: Astmi/COPD, Bráðaofnæmi, þ. m. t. anaphylaxis
Verkun: Sykursteri frá nýrnahettuberki, hefur veika bólgueyðandi og ónæmisbælandi verkun en töluverða saltsteraverkun. Víðtæk áhrif á efnaskipti líkamans, á stoðkerfi, MTK, hjarta- og æðakerfi.
Frábending: Gæta skal varúðar við notkun hjá sjúklingum með svæsnar sýkingar, ulcus pepticum, hjartabilun eða sykursýki.
Skammtar: 100-300mg bolus iv (háð ástandi), svo endurtekið á 6 tíma fresti (eða oftar).
Aukaverkanir: Bráðar aukaverkanir sjaldgæfar, helst psychosur, krampar, magasár, bjúgsöfnun, arrythmiur og hjartabilun, ofnæmis¬við-brögð og bráðaofnæmi (< 0.1%). Langtímaaukaverkanir tengdar stera-áhrifum.
9.24 Ceftriaxon Rocephalin St. 1 gr/glas E. 1 gr
Notkun: Sýkingar af völdum næmra sýkla, oftast fyrsta lyf við óþekktri orsök heilahimnubólgu.
Verkun: Þriðju kynslóðar Cephalosporin með langan helmingunartíma. Aðalnot gegn gram neikvæðum sýklum en það er einnig virkt gegn flestum gram jákvæðum sýklum. Virkar á frumuvegg baktería.
Frábending: Ofnæmi fyrir cephalosporinum eða bráðaofnæmi fyrir Pencillini.
Skammtar: Fullorðnir: 1-2g hægt IV (á ca. 2 mín) eða IM (gott að blanda með lídókani við IM gjöf)
Aukaverkanir: Ofnæmisviðbrögð
9.25 Dalacin Clindamycin St. 150mg/ml E. 600mg
Notkun: Sýkingar af völdum næmra sýkla, notist þegar um penicillin ofnæmi er að ræða en sjúklingur talinn þola Dalacin.
Verkun: Clindamycin er hálfsamtengt lyf af flokki linkósamíða sem virkar sérlega vel á gram jákvæða kokka eins og keðjukokka og pneumokokka sem og loftfælnar bakteríur.
Frábending: Ofnæmi fyrir klindamýsíni eða linkósmýsíni eða einhverju hjálparefnanna. Má ekki gefa fyrirburum og nýburum. Meðganga og brjóstagjöf.
Skammtar: Fullorðnir: Blanda 4 ml (600 mg) í 100 ml af NaCl. Gefa á 20 mín. Ekki má gefa óþynnt. Börn u.þ.b. 10 mg/kg/gjöf. (20-40 mg/kg/sólarhring skipt í 3-4 skammta).
Aukaverkanir: Kviðverkir, uppköst, colitis. Útbrot, breytingar á lifrarprufum.
9.26 Metoclopramid Primperan St. 5 mg/ml E. 2 ml
Notkun: Dregur úr ógleði af ýmsum sökum.
Verkun: Verkar á miðlæg og perifer dópamín viðtæki og eykur hreyfingar í meltingarvegi (peristalsis), eykur einnig tonus í LES (efra magaop), minnkar tonus í pylorus vöðva, og samræmir antral og duodenal samdrátt. Ýtir þannig undir magatæmingu.
Frábending: Pheochromocytoma; flogaveiki; meltingar- vegs¬blæð-ing, obstruction eða perforation; einstaklingur á öðrum lyfjum sem valda extrapyramidal einkennum.
Skammtar: 5-10 mg IV/IM (gjöf á 1-2 mín), má endurtaka.
Aukaverkanir: Getur valdið óróleika og kvíða ef gefið hratt. Algengar: extrapyramidal. munnþurrkur, útbrot, galactorrhea Sjaldgæfar: hækkaður blóðþrýstingur.
9.27 Ondansetron Zofran St. 2 mg/ml E. 4 ml
Notkun: Dregur úr ógleði af ýmsum sökum.
Verkun: verkar á 5HT3 viðtaka. Perifert og centralt. Hægir á fæðu-flutn¬ingi um meltingarveg. Ekki verið sýnt fram á virkni gegn ógleði af völdum morfín skyldra efna.
Frábending: Ofnæmi fyrir Ondansetron eða öðrum sértækum 5HT3 viðtakablokkum (t.d. granisetróni, dólasetróni) eða einhverju hjálpar-efnanna.
Skammtar: 4-8mg IV.
Aukaverkanir: Höfuðverkur, andlitsroði eða hitatilfinning. Hægða-tregða. Sjaldgæfar: brjóstverkur, vöðvakrampar/kippir, hiksti, ofnæmi.
9.28 Esomeprazol Nexium St. 40 mg E. 40 mg
Notkun: Við blæðandi magasári
Verkun: Hamlar prótónupumpu í paríetalfrumum og þannig sýru-seytingu í maga.
Frábending: Þekkt ofnæmi fyrir lyfinu.
Skammtar: 40 mg leyst upp í 5ml saltvatni og gefið hægt í æð (3 mín).
Aukaverkanir: Yfirleitt vægar. Ofnæmi, ljósnæmi, erythema multi-forme, versnun á lifrarbilun, Steven-Johnson og fleira.
9.29 Haloperidol Haldol St. 2,5 mg/ml E. 2ml
Notkun: Meðferð ýmissa geðsjúkdóma og óróleika
Verkun: Antipsychotic, neuroleptic. Verkar á óróleika, rang¬hug¬mynd-ir og ofskynjanir. Sjúkdómar eins og mania, geðklofi, o. fl. Ró¬andi og svæfandi verkun. Einnig ógleðisstillandi.
Frábending: Parkinsons sjd. , myasthenia gravis, sköddun á basal ganglium, coma, ofskömmtun áfengis, barbiturata, eða ópíata. Þekkt langt QT bil. Ofnæmi fyrir lyfinu.
Skammtar: allt að 2,5-10 mg IV, gefið 1 mg í senn (lægri skammtar hjá öldruðum) eða 0,3-0,5mg IM/IV.
Aukaverkanir: Blóðþrýstingsfall ef gefið hratt í æð. Extrapyramidal einkenni, t.d. skjálfti og spenna í vöðvum.
9.30 Indómetasín
9.31 Oxytocin Syntocinon 10 ae/ml E. 1ml.
Notkun: Örvun fæðingarhríða. Blæðingar eftir fæðingu.
Verkun: Hefur samdráttaraukandi áhrif á legvöðva.
Frábending: Alvarlegir hjarta og/eða æðarsjúkdómar. Varast hjá sjúklingum með lengt QT bil.
Skammtar: 10 ae. (1 ml / 1 amp.) IM í læri eftir fæðingu til að fyrirbyggja blæðingu eftir fæðingu. Ef blæðing, blanda 20 ae (2 ml / 2amp) í 500 ml NaCl og gefa í dreypi
Aukaverkanir: Skammvinnur lágþrýstingur með roða og við¬bragðs-hraðslætti ef gefið beint í bláæð.
9.32 Misoprostol Cytotec® Töflur 200µg 4 töflur.
Notkun: Blæðing í kjölfar fæðingar.
Verkun: Misoprostol eykur vöðvaspennu legsins og samdrætti í legvöðva.
Frábending: Þungaðar konur. Ofnæmi
Skammtar: 4 töflur af Cytotec, gefið per rectum eða um munn.
Aukaverkanir: Höfuðverkur, sundl, niðurgangur, hægðatregða, upp-köst, meltingartruflanir, ógleði, útbrot.
Notkun: Samdráttarleysi í legi (atonia uteri) eða blæðing frá legi eftir fósturlát eða fæðingu.
Verkun: Semisynthetiskur ergot alkaloid sem virkar beint á slétta vöðva í legi og eykur tíðni og styrk samdráttar í legi.
Frábending: Fæðing áður en öxl er komin út. Notist varlega í með-göngueitrun. Teppusjúkdómur í æðum. Sepsis. Hypertension. Ofnæmi fyrir lyfinu.
Hætta gjöf ef sjúklingur fær dofa í útlimi.
Skammtar: 0,2 mg (1 amp) í vöðva eða gefið hægt í bláæð (60sek). Endurtaka 2-4 klst. fresti, ef nauðsynegt, allt að 5 sinnum innan 24 klst.
Aukaverkanir: Æðaþrengsli, höfuðverkur, háþrýstingur, útbrot, kviðverkir, aukin svitamyndun, niðurgangur, sundl, brjóstverkur.
9.33 LABETALOL (Trandate®) St. 5 mg/mL 5 mL
Notkun: Til lækkunar blóðþrýstings, sér í lagi tengt meðgöngu¬eitr¬un. Viðvarandi ≥160/110.
Verkun: Ósérhæfður β-blokkari með nokkra α-blokkerandi verkun. Skammtaháð ↓ á BÞ án mikilla breytinga á hjartsláttarhraða.
Frábending: Ómeðhöndluð hjartabilun, 2-3° AV-blokk, asthmi/ COPD, bradycardia.
Skammtar: 200 mg PO, má endurtaka eftir 30 mín. Eftir það ca. 20,0 mg (4 ml / 0,25 mg/kg) IV hægt á 2 mín (títrað að verkun). Eftir það má gefa 8 ml (40 mg) á 10mín fresti, að 240 mg. Eða dreypi 1-2 mg/mín.
Aukaverkanir Hypotension, bradycardia, arrythmiur, hjartabilun, brjóstverkur, bronchospasmi, höfuðverkur, slappleiki, svimi.
9.34 Magnesium - sSkema fyrir gjöf tengt krömpum í meðgöngueitrun:
- Hleðsla 4 g. → 16ml af Addex magnesíum í 84ml (taka 16 ml úr 100ml poka) af 0,9% NaCl. 100ml eru síðan gefnir á 10 mínútum.
- Viðhald er 1 g per klst. → Eins og áður 16 ml af Magnesíum í 84 ml af 0,9% NaCl. Gott er að draga lausn upp í 50 ml sprautu og gefa með lyfjadælu 25 ml/klst. Við endurtekinn krampa má auka sídreypi í 1,5-2,0 g/klst.
- Einkenni við hleðsluskammt: Hitatilfinning, roði í andlit og á hendur, flensulík einkenni. Geta fylgt þyngsli fyrir brjósti, ógleði og uppköst. Við viðhaldsskammt eru aukaverkanir minni en konan getur fundið fyrir slappleika og vöðvaverkjum. Fylgjast þarf með öndun m.t.t. lungna¬bjúgs og minnka verður ef ÖT fer niður fyrir 12/mín.
9.35 Betametason Betapred® St. 4 mg/ ml 1 ml
Notkun: Yfirvofandi fyrirburafæðing milli 26. og 34. viku með¬göngu.
Verkun: Eykur myndun og losun surfactant hjá fyrirburum. Dregur úr líkum á RDS og gerir ástand vægara. Lækkar dánartíðni sem teng¬ist intracranial blæðingum nýbura.
Frábending: Ekki þekktar.
Skammtar: 12 mg í æð eða í vöðva strax og grunur er um yfirvofandi fyrirburafæðingu
Aukaverkanir: Geta tengst langtíma notkun svo sem bæling á nýrnahettum, hækkun á blóðsykri, háþrýstingur, minkað ónæmissvar, bjúgur og bólga.
9.36 Atosiban Tractocile® St. 7. 5 mg/ml 5 ml
Notkun: Til að stoppa yfirvofandi fæðingu. Yfirleitt ekki notað við >32 vikur en þó má nota lyfið hvenær sem er á meðgöngu til að seinka/stoppa fæðingu við sjúkraflutning.
Verkun: Sérhæfður oxytocin antagónist.
Frábending: Ef veruleg blæðing er á meðgöngu. Ofnæmi. Ástand þar sem seinkun á fæðingu er óæskileg (á sjaldnast við um sjúkra¬flutn-inga).
Skammtar: Þynnt í 0,75 mg/ ml, (1 amp/5ml blanda í 45ml NaCl). - Gefið 9 ml í hleðslu á 1 mín og síðan - 24 ml/klst Ath. Fylgjast vel með lífsmörkum.
Aukaverkanir: Aukinn púls, BÞ-fall, hitasteypur og ógleði.
9.37 Surfactant Curosurf® St. 80 mg/ ml 1. 5 eða 3 ml
Notað við öndunarerfiðleika hjá fyrirburum og nýburum >700 g. Fyrirbyggandi hjá fyrirburum 24-31 viku gengnir. Eykur stöðugleika lungnablaðra. Gefa 100-200 mg/kg (1,25-2,5 ml/kg) óþynnt í barkarennu. Í ampulu eru 80 mg/ml 1,5 eða 3 ml í ampulur. Geymt í ísskáp en velta milli lófa og verma fyrir notkun.
9.38 Alprostadil Prostivas ® 80mg/ml E. 1ml
Nýburar fyrir nýbura með hjartagalla. Prostaglandin E1 (PGE1) dilaterar ductus arteriosus sem getur bætt blóðflæði til lungna eða út í líkamann. 1ml Prostivas = 500 µg (0,5 mg) þynnt í 49 ml af 5% glucosa. = 10 µg/ml. Gefið í sprautudælu 0,05-0,1 µg/kg/mín. Endist í 8klst
9.39 Glucose Glukósa 50% St. 500 mg/ml E. 100 ml
Notkun: Brátt blóðsykursfall (hypoglycaemia) af öllum ástæðum (insulin, oral sykursýkislyf etanól o. fl. ) til greiningar á hypoglycaemiu hjá sjúklingum með minnkaða meðvitund
Verkun: Hækkar glúkósa í blóði.
Frábending: Engar í bráðatilvikum.
Skammtar: 30-50 ml (15-25g) iv.
Aukaverkanir: Hugsanlegt vefjadrep ef gefið utan æðar.
9.40 Mannitol Mannitól St. 150 g/l E 37. 5 g/poka
Notkun: Meðferð við auknum innankúpuþrýstingi (ICP).
Verkun: Sykrutegund sem líkaminn nýtir ekki. Eykur plasma osmol-arity og dregur vökva inn í æðakerfið úr millifrumuvökva. Getur þann¬ig dregið vökvamagn úr heilanum og dregið úr innankúpuþrýstingi.
Frábending: Volume overload / hjartabilun eða lungnabjúgur.
Skammtar: 0,25-1 g/kg iv bolus = rúmlega 1,5-6,5 mL/kg (gróft áætlað 1 poki fyrir börn, 2 pokar fyrir fullorðna).
Aukaverkanir: Bjúgur / lungnabjúgur, krampar, höfuðverkur, þoku-sýn, ógleði, uppköst, þorsti.
ATH þarf að geymast við stofuhita. Má ekki frjósa.
9.41 Thiopentalum Pentothal St. 500 mg
Notkun: Til svæfingar
Verkun: Stuttverkandi barbiturat. Verkar á 30-40 sek og verkar í allt að 30 mín.
Frábending: Status asthmaticus, ofnæmi fyrir lyfinu, porfyria. Skammtar: 500 mg blandað í 20 ml sæft vatn eða NaCl (25 mg/ml). 4 mg/kg (250-350 mg) gefið í æð eða þar til sjúklingur sofnar. Til viðhalds er notaður 1/4 af upphafsskamt eftir þörfum.
Aukaverkanir: hjartsláttaróregla, blóðþrýstingsfall, veruleg öndunar-slæv¬ing,ofnæmi. Varast að nota ef bþ er lágur og í hjartabilun.