Kafli 3 Öndunarvélar

Í þessum kafla er fjallað um öndunarvélar sem oftast eru notaðar í sjúkraflugi.

3.1 WEINMANN MEDUMAT Transport

Sjúkraflug hefur yfir að ráða tveimur WEINMANN MEDUMAT Transport.

3.1.1 Ítarlegt myndband um MEDUMAT Transport

3.1.2 Stillingar

Þrýstingsgildi eru gefin upp í mbar og rúmmál í ml. SI eining fyrir þrýsting er pascal. 1 pascal er jafnt og 0.01 millibar, eða 0.010197162129779 sm H2O. Því má segja að millibörn og H2O séu jafngildar einingar í klínísku starfi. Vélin býður upp á innri og ytri öndunaraðstoð:

Table 3.1: Mögulegar aðferðir (modes)
VC PC ASB
IPPV PCV CPAP + ASB
S-IPPV aPCV
SIMV + ASB BiLevel + ASB
PRVC + ASB

Fyrst þarf að ákveða hvor ætlunin er að nota Volume-Controlled Ventilation, Pressure-Controlled ventilation eða Assisted Spontaneous Breathing. Í sjúkraflugi koma f.o.f. þrjár aðferðir til greina:

  1. Barkaþræddur sjúklingur sem þarf ekki mikinn stuðning -> IPPV (Intermittent Positive Pressure Ventilation).
  2. Barkaþræddur sjúklingur sem þarf mikinn stuðning (stíf lungu, mikil súrefnisþörf) -> PCV (Pressure Controlled Ventilation).
  3. Vakandi sjúklingur sem þarf CPAP með eða án viðbótar aðstoð við eigin öndun með maska -> CPAP + ASB (Continous Positive Airway Pressure + Assisted Spontaneous Breathing).

3.1.3 Leiðbeiningar um stillingar

  1. Þegar kveikt er á vélinni er hægt að velja Emergency Adult og þá byrjar hún í IPPV mode með Vt 500 ml, PEEP 0 mbar, pMax 30 mbar , Freq 10/min og I:E 1:1.7.
Kveikt á WEINMANN

Figure 3.1: Kveikt á WEINMANN

IPPV mode

Figure 3.2: IPPV mode

  1. Ef nota á *PCV er hægt að velja New patient / Adult og breyta Mode í PVC, staðfesta valið og stilla síðan PEEP, pInsp, pMax, Freq og I:E**. Athugið að pInsp er toppþrýstingur en ekki “PC above PEEP”.
Pressure Controlled Ventilation

Figure 3.3: Pressure Controlled Ventilation

  1. Auðvelt er að veita ytri öndunarstuðning með BiPAP maska í *BiLevel + ASB mode.
    Vélin byrjar í CPAP mode með PEEP = 0 mbar.
    Til að styðja við öndun þarf að ákvarða Trigger og \(\Delta\) pASB.
BiLevel + ASB

Figure 3.4: BiLevel + ASB

3.1.4 Vikuleg yfirferð

Kemur síðar

3.2 HAMILTON-T1

Sjúkraflug hefur yfir að ráða einni HAMILTION-T1 og önnur slík vél er til á Barnadeild SAk.

3.2.1 Inngangur

Vélin er auðveld í uppsetningu býður upp á mjög marga möguleika.
Þrýstingsgildi eru gefin upp í cmH2O og rúmmál í ml.

3.2.2 Alarm - MIKILVÆGT

Nausynlegt er að að stilla alarm fyrir high pressure >10 cmH2O hærra en vinnuþrýsting. T.d. ef vélin er að nota 20 cmH2O þrýsting þarf alarm að vera stillt >30. Að öðrum kostum gefur vélin ekki fullt VtO.

3.2.3 Myndband með yfirliti um vélina (4:06)

3.2.4 Myndband um uppsetningu (4:35)

3.2.5 Stillingar á vélinni

Vélin býður upp á margar grunnstillingar (modes)

Table 3.2: Mögulegar aðferðir (modes)
VC PC IV ASV
(S)CMV+ PCV+ ASV NIV
SIMV+ PSIMV+ NIV-ST
SPONT
DuoPAP
APRV

3.2.6 Myndband sem sýnir hvernig vélin er stillt (4:18)

3.2.7 BiPAP

3.2.8 Neonatal CPAP

3.2.9 Vikuleg yfirferð

Kemur síðar