Kafli 2 Útkallsleiðbeiningar
Gæðaskjal um notkun á sjúkraflugvél og pöntun á sjúkraflugi er á sjukraflug.is
Sérhæfð sjúkraflugvél af gerðinni Beechcraft King Air 200 er staðsett á Akureyrarflugvelli. Í áhöfn vélarinnar eru alltaf flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Sjúkraflutningamenn eru ýmist með réttindi sem neyðarflutningsmenn eða bráðatæknar. Þeir hafa heimild til að gefa lyf til endurlífgunar og ýmis önnur lyf samkvæmt fyrirmælum læknis. Þegar þörf er á er fluglæknir einnig í áhöfn, svæfingalæknir eða bráðalæknir. Vaktþjónusta er allan sólahringinn allt árið. Sé þörf á sérfræðingsaðstoð (t.d. svæfingalækni eða ljósmóður) er reynt að verða við því, en það er ekki mögulegt í öllum tilvikum. Upplýsingar um búnað um borð má finna á sjukraflug.is Hægt er að leita ráða hjá fluglækni í síma 8600565 ef hann er á jörðu niðri.
