Kafli 8 Lucas 2

8.1 Vikuleg yfirferð

8.1.1 Tilgangur

Tilgangur vikulegrar yfirferðar er að tryggja að lækningatækið sé í góðu lagi og gefa læknum og sjúkraflutningamönnum tækifæri til að æfa sig í notkunn þess.

8.1.2 Umfang

Yfirferð þarf að eiga sér eigi sjaldnar en vikulega og þarf hún að taka til eftirtalinna þátta:

  • Þrif
  • Skoðun (leit að skemmdum)
  • Prófun (leit að bilunum)

8.1.3 Grunn upplýsingar

Tækið er hjartahnoðspumpa sem er drifin af rafhlöðum. Það getur hnoðað með eða án pásu fyrir öndun. Li-Po rafhlöðuranr duga í um klukkustund.
Tækið má hlaða og keyra með 12 VDC straum í bíl (það verður að vera rafhlaða í tækinu). Tækið á að vera í hleðslu þegar það er í geymslu. MIKILVÆGT! Rafhlöðurnar eru með EXPIRE dagsetningu sem ber að virða.

8.1.4 Verklýsing

Vikuleg yfirferð er á ábyrgð vakthafandi sjúkraflutningamanna og lækna. Hún á af fara fram á mánudegi eða þriðjudegi, ef mögulegt er.

8.1.4.1 Þrif

Tækið er þrifið með mjúkum klút vættum í mildu sápuvatni. Ef þörf er á sótthreinsun er hægt að nota:

  • 70% ísóprópýl alkóhól
  • 45% ísóprópýl alkóhól með sápu
  • 10% klórlausn
  • Virkon

Þvoið síðan með vatni. Ekki má dýfa tækinu í vatn. Setjið ekki í autoklava.

8.1.4.2 Skoðun

  • Gakktu úr skugga um að tækið, knappar og skjár sé óskemmt.
  • Gakktu úr skugga um að ólar séu á sínum stað og óskemmdar.
  • Skoðaðu rafhlöðurnar. Horfðu eftir sprungum og skemmdum og athugið hvenær þær renna út.
  • Skoðaði rafmagnssnúru og skautin á hleðslutækinu.
  • Athugaðu hvort óhreinindi eða aukahlutir eru vösum fyrir rafhlöður.

8.1.4.3 Prófun

  • Settu tækið á hnoðbrettið og gakktu úr skugga um að það festist. Settu rafhlöðu í. Slökktu á Hljóðviðvörun og athugaðu hleðslu á rafhlöðunni (1-3 bitar).
  • Kveiktu á tækinu. Grænt ljós kemur fyrir rafhlöðu og einnig fyrir Niðurdrátt.
  • Dragðu stimpilinn rólega niður. Það á að heyrast viðvörunarhljóð ef hann er dreginn og langt niður. Ýttu stimplinum upp þar til hljóðið hættir.
  • Ýttu á Pásu. Ýttu svo á 30:2.
  • Tækið á að hnoða í 30 sekúndur, þá kemur pása á eftir hljóðmerki
  • Ýttu aftur á Pásu. Tækið stoppar.
  • Slökktu á tækinu.
  • Færið rafhlöður á milli tækis, vasa og hleðslutækis samkvæmt leiðbeiningum í möppu.